Saga - 1962, Side 96
436
BJÖRN SIGFÚSSON
þótt satt kunni að vera, að enginn þessara muni atvinnu-
laus, en veturinn 1938—39, sem hann virðist hafa nýj-
ustu kunnleika sína frá, einkenndist öðrum vetrum meir
af atvinnuleysi þúsunda í bænum. Hvort olli þeirri rífu
atvinnu, frændrækni sumra vinnuveitenda eða ávanin út-
sjónarsemi þessa launþegahóps ? — Stéttarleg lýsing á
rúmlega þúsund manna hópi ættarinnar í höfuðstað og
Hafnarfirði 1962 mundi verða áþekk þessari lýsingu frá
1939, nema að því leyti sem almannahagur og þjóðarandi
hefur breytzt. Ættingjatalan annarstaðar á landinu kynni
að reynast nærri söm nú og 1939, ekki víst, að sveitaheimili
þeirra séu miklu færri en þá, en mun færri einstaklingar
að meðaltali í heimili og að sama skapi stærri hópar komn-
ir í nokkra kaupstaði. Fast að því sjöttu hver hjón, þar
sem annað var af ættinni, munu hafa eða höfðu nýlega fast
jarðnæði og leggja sennilega eigi niður búskap.
Loks ber að geta prófréttinda og metorða, sem tákna
m. a. félagslega aðstöðu og þátttöku í fræðum og lands-
málum.
Með stuðningi af ritinu Skútustaðaætt 1951 geta menn
sannfært sig um, að í þeim efnum sker sú ætt sig lítið úr
norðlenzkum almenningi, háskólagengnir menn standa þar
strjált, aðsókn til margbreytts skólanáms mun að vísu far-
in að aukast hratt síðan. Mjög þykir prýða ættina enn að
vera „ágætlega hagir menn, lítt lærðir, sem hafa ekki stað-
ið að baki faglærðum mönnum um verksvit og kunnáttu“.
Af starfsmönnum á vegum samvinnufélaga, fólki með flest-
ar algengar tegundir fagkunnáttu í sveit og kaupstað,
barnakennurum og e. t. v. einnig tungumálakennurum
framhaldsskóla má nú víst telja allt eins margt úr þessari
ætt og hinni. Og allmargir hafa setið alþingi.
Ekki þarf að telja upp, hvað sameiginlegt var löngum
í atvinnulífi ætta þessara, né heldur skýra hér, hví svo ör-
fátt er með báðum af stýrimönnum, skipstjórum og eigin-
legum sjómönnum (hálendiserfð?).
Háskólagengni hlutinn af Reykjahlíðarætt er sem stend-