Saga - 1962, Page 97
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
437
ur nokkrum sinnum stærri en samsvarar mannfjöldabroti
hennar af þjóðinni, 0,9%. Þetta má staðfesta með taln-
ingu í nokkrum stéttartalsritum. Af íslenzkum lögfræð-
ingum, er lifðu 1949, tilheyrðu 13 eða 5% ættinni (Agnar
Kl. Jónsson: Lögfræðingatal, Rvk 1950). Af læknum með
íslenzkan ríkisborgararétt um 1943 mætti kalla, að 3%
væru af ættinni, og 12 árum síðar voru 4% lifandi verk-
fræðinga þaðan (Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jóns-
son: Læknar á Islandi, Rvk. 1944. — Jón Vestdal og Stefán
Bjarnason: Verkfræðingatal, Rvk. 1956. — talning mín).
Framkvæmdastjórn í fyrirtækjum verzlunar og samgangna
hefur tiltölulega oft verið í höndum manna af ætt þessari,
og margt mætti enn telja.
Nánar má sjá af sundurliðun Jóns Jónssonar eftir ætt-
liðum (tilv. rit 104—106), hvernig ættin færði sig upp á
skaftið, fyrst í prestskap og þjóðmálum (að þeim meðtöld-
um, sem kvæntust konum ættarinnar, tilgreinir hann 22
presta og 20 þingmenn, þar af 5 ráðherra), en jafnframt
og síðar með kappsemi um að ná háskólaprófum.1) Ekki
fæ ég varizt því hugboði við þann lestur, að Jóni hafi
1) Tíðni læknis- og laganema er á fyrrihluta 20. aldar mun meiri
með prestaniðjum en öðrum landsmönnum jafnstórra starfsstétta,
og 4 af sonum sr. Jóns voru prestar. Hins vegar nær þetta varla
lengra en hálfa leið til að skýra svo mikinn mun, sem er á 0.9% og
5% (lögfræði), og enn skemmra til að skýra 4% tíðni í verkfræði,
því að einungis 5. hver verkfræðingur landsins átti sér háskólageng-
inn föður. Sbr. athugun Hinriks Guðmundssonar, Tímarit VFÍ 1958,
59. Þar sést, að það, sem af var öldinni, höfðu feður íslenzkra fé-
lagsmanna í Verkfræðingafélaginu verið sem hér segir: háskóla-
gengnir menn samlagt feður 57 verkfr. eða 20% af 284 félagsmönn-
um alls, — bændur 76 eða 27%, — iðnaðarmenn 59 eða 21%, —
verzlunarmenn 48 eða 17%, en aðrar stéttir og stéttleysingjar lögðu
til 15%. Það, að bændur og hinn lítt lærði, embættislausi hluti mið-
stéttar (iðn + verzlun) voru foreldri að tveim þriðju hlutum verk-
fræðingastéttarinnar, veitir dálitla innsýn í þjóðfélag, sem þegar
átti sér meiri hreyfanleik stétta í milli en í þá tíð gerðist í öðrum
vanþróuðum smálöndum.