Saga - 1962, Side 98
438
BJÖRN SIGFÚSSON
sýnzt viss ættarsérkenni skýrast og skerpast á 20. öld, því
meir sem menn f jarlægðust ættföðurinn. Hví gæti það eigi
gerzt? — 1 því fælist eigi annað en það, að sterkustu kraft-
ar ættmótunar felist í áhrifum þeim, sem talin eru í 2. lið
á bls. 427.
Um barnabarnabörn sr. Jóns (300 manns) segir þar:
„Þessi liður hefur nú (1938) töluvert horfið úr sveitinni,
aðallega til Reykjavíkur, Akureyrar og Húsavíkur. Þessi
ættliður er að mestu fæddur fyrir aldamót. Af honum er
nú dáið sem næst þriðjungur. Það er þessi ættliður, sem
aðallega hefur lifað og starfað á hinum mestu breytinga-
og byltingatímum, er þjóðin hefur kynnzt. Ekki verður
hér skýrð þátttaka hans í hinni geysilegu framsókn hér á
landi hinn síðasta mannsaldur, en óhætt er að segja, að
hún hafi verið tiltölulega mikil, bæði í sveitum og bæjum.
Samvinnufélagsskapurinn hefur átt þar ýmsa góða liðs-
menn. Á þingi og í stjórn landsins hefur hann átt allmik-
inn þátt. — Fjórði og fimmti liðurinn er unga kynslóð-
in ... Fullt svo margir munu enn vera í sveitum og í kaup-
stöðum. Kaupstaðabúarnir eru allflestir í Reykjavík."
Bæði þann áratug og síðan dró Reykjavík að sér engu
minna þann hluta þessa fólks, sem í aðra kaupstaði var
kominn, en æskufólk beint úr sveitum, og ollu mest skólar
syðra og skortur vetraratvinnu nyrðra, og sést þessi
áfangaflutningur milli lína í orðalagi Jóns. En þegar hann
hyggur álíka margt þess í sveitum og kaupstöðum enn,
grunar mig hann hafi talið húsráðendur hvors helmings
og til viðbótar aðeins sumt af ungu lausafólki, sem flutt
mun hafa verið, en skrifaði að vísu gjarnan lögheimili
sitt í sveit.
Svo satt sem hann segir það og hlutdrægnislaust, að
Reykjahlíðarætt hafði mörgum ættum fljótar áttað sig
rétt á nútímaverkefnum við sitt hæfi og stuðlað með því
að framförunum, sem gerðust hér, munu einhverjir telja
það hógværðarskort, að hann skyldi upplýsa menn um, að
þátttakan „hafi verið tiltölulega mikil“. Og að hann legg-