Saga - 1962, Qupperneq 99
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA 439
ur áherzlu í bók sinni á þann almenna fróðleik, sem „fæst
ekki nema hún sé vel lesin“, — þ. e. reynt að skilja sögu-
legt samhengi, sem viðhélt ættrækni og hópsvitund hennar
þrátt fyrir alla dreifinguna.
Nú hef ég sýnt, að ættin hefur á 100 ára skeiði uppfyllt
einkenni þess að vera týpísk búferlaætt stig af stigi, eins
og ótal ættir eru í nálægum löndum og eflaust mætti víða
finna og skilgreina hérlendis. Hvort hún fylgi því hátterni
lengur, skal ósagt; aðhæfing hennar að Reykjavík, Akur-
eyri, Húsavík og fáeinum bújörðum við Mývatn og í nær-
sveitum þess er meira en meðalgóð orðin og gæti laðað til
kyrrsetu.
Að öðru leyti munu atburðarás landssögunnar og hraða-
aukningarlögmál halda áfram að brýna fólk til umskipta
á ótal sviðum og til að gera eins og það getur. Fyrst til eru
ættir með „týpískt" eðli til að sinna skjótt því kalli, væri
undarlegt, ef þær hirtu um að dulbúa í því efni metnað
sinn og hættu að temja sér kjörerfðir sínar.1) Engum dett-
ur heldur í hug í alvöru, að rótgrónar bændaættir skipti nú
snögglega um, eins og stökkbreyting væri fullger á hálfum
mannsaldri í þeirra lífi, og hverfi unnvörpum í bæi og
borg.
Nokkrir lesenda minna telja, að rannsókn þessi renni út
í sand, nema hún sýni svart á hvítu, að þeir sr. Jón og
Helgi hafi verið með beztu mönnum á landi voru til undan-
eldis og að mismunur ættanna þyki að mestu skýranlegur
út frá eðli þeirra og kvenna þeirra. Vel gæti staðizt, að svo
sé. En um þetta tvennt veit ég tæplega jafnmikið nú og ég
hélt mig vita, áður en athugunin byrjaði. Aðrar skýringar
mismunar gætu reynzt jafnmerkar þessum. Og í sögu er
brýnt að vita, hvað gerðist og með hverjum hætti, án þess
að menn geti skorið úr, hver orsökin réð mestu.
1) Varla þarf að taka fram, að tíðni stúdentsprófa, háskólaprófa
o. þ. h. er orðin meiri eftir 1960 á hvert þúsund landsmanna en tíðni
þeirra prófa var í kappsömum ættum á fyrri hluta 20. aldar. Af því