Saga - 1962, Side 102
Þorleifur Einarsson:
Vitnishurður jrjógreiningar um gróður, veðurfar
og landnám á íslandi
1 grein þessari verður reynt að gera nokkur skil þeirri
sögu, sem frjóregnið hefur skráð í íslenzkar mómýrar öld-
um og árþúsundum saman, og getið helztu breytinga á
gróðurfari af völdum loftslags og síðar búsetu á íslandi.
Inn í þessa sögu fléttast þættir úr ræktunar-, atvinnu- og
menningarsögu þjóðarinnar. Einkum verður stuðzt við
frjólínurit frá Skálholti og úr Borgarmýri við Reykjavík.
Ár hvert dreifa jurtir út ógrynnum af smásæju frjó-
dufti, einkum er frjóframleiðsla hinna vindfrævuðu jurta
mikil. Hér á landi ber einkum að nefna blómsmáar jurtir
svo sem birki, grös og starir sem mikilvirka frjóframleið-
endur. Frjókornin eru mjög smá eða aðeins y100—y10 mm
að stærð, og er stærð þeirra nokkuð mismunandi eftir teg-
undunum. Frjókorn birkis eru, svo dæmi sé nefnt, aðeins
y5o—%o mm að stærð. En auk stærðarmismunar eru frjó-
korn jurtaætta eða jafnvel tegunda frábrugðin að gerð og
lögun. Frjókorn hinna vindfrævuðu jurta berast síðan með
vindi, og flest þeirra falla til jarðar án þess að fá lokið
ætlunarverki sínu, þ. e. að berast yfir á fræni jurtar af
sömu tegund og frjóvga eggfrumuna. Sá hluti frjóregns-
ins, sem fellur í þurran jarðveg, eyðileggst fyrr eða síðar
fyrir áhrif súrefnis loftsins, en sá hluti, sem fellur í mýr-
ar, tjarnir eða vötn, geymist þar um aldur og ævi.
Ár eftir ár, öld eftir öld, falla jurtir og visna. Jurtaleif-
arnar mynda síðan með tímanum mó, þar sem jarðvatns-
staðan leyfir. En það eru ekki eingöngu frjókorn vind-
frævaðra jurta, sem lenda í mómýrunum og varðveitast