Saga - 1962, Blaðsíða 103
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 443
þar, heldur skila einnig skordýrafrævaðar jurtir, sem vaxa
í mýrunum eða í nágrenni þeirra, nokkrum hluta frjófram-
leiðslu sinnar í lífrænt set mýranna. Frjóhlutfallið á hverju
árslagi mósins samsvarar nokkurn veginn gróðrinum, sem
óx í mýrinni eða nágrenni hennar. Það má því segja, að
frjóregnið skrái á þennan hátt gróðurfarssögu umhverfis-
ins á hverjum tíma. Aðferðin til að ráða þessar rúnir mýr-
anna nefnist frjógreining (pollenanalyse).
Frjógreiningin er fremur ung fræðigrein. Um miðja
síðustu öld veittu menn því athygli, að í fornum jarðlög-
um, einkum í mó og tertierum mókolum eða surtarbrandi,
væri mikið um „fossil“ frjókorn, og töldu, að með grein-
ingu þessara frjókorna mætti afla heimilda um gróðurfar
liðinna árþúsunda eða jafnvel ármilljóna jarðsögunnar.
Ekki skiptu menn sér lengi vel af hundraðshlutföllum
frjókornanna, heldur greindu þau aðeins til jurtategunda
eða ætta. Það var ekki fyrr en á móti norrænna náttúru-
fræðinga í Osló árið 1916, að sænski jarðfræðingurinn
Lennart von Post setti fram fyrstu frjólínuritin, þ. e. setti
fram útreikninga á hundraðshlutföllum og lagði þar með
grundvöllinn að nútíma frjógreiningu.
Þegar mýrarsnið hefur verið valið, eru sýnishorn tekin
úr sniðinu með 5 eða 10 cm millibili. Ögn af sýnishorninu
er síðan soðin í kalílút og ýmsum sýrum, og á þann hátt
er það losað við ýmis ólífræn efni (eldfjallaösku, sand og
leir) og lífræn (jurtaleifar), sem trufla og tefja mjög
fyrir við frjógreininguna. Frjókornin láta ekkert á sjá við
þessa harkalegu meðferð. Því, sem nú er eftir af sýnis-
horninu, er brugðið undir smásjá og frjókornin greind til
ætta eða tegunda og talin. Oftast eru greind og talin 200—
1000 frjókorn í sýnishorni. Þannig er unnið úr hverju
sýnishorninu á fætur öðru. Hundraðshlutföll frjókornanna
úr hverju sýnishorni eru síðan reiknuð út og færð inn á
Hnurit, svokallað frjólínurit. Af þessu línuriti má síðan
lesa gróðurfarssöguna, og út frá henni má draga ályktanir
um loftslagssögu. Einnig koma áhrif mannsins á gróður-