Saga - 1962, Síða 104
444
ÞORLEIFUR EINARSSON
far oft mjög greinilega í Ijós í slíkum línuritum, svo sem
síðar getur.
Hér á landi hefur fremur lítið verið unnið að frjórann-
sóknum, og höfum við staðið langt að baki grannþjóðun-
um í þessari grein, og verður víst svo enn um sinn. Það
fyrsta, sem birtist um frjógreiningu hér á landi, var um
frjórannsóknir, er Sigurður Þórarinsson (1944) gerði í
sambandi við uppgröft eyðibýlanna Skallakots og Stangar
í Þjórsárdal. En áður hafði Sigurður gert frjógreiningu
á mýrarsniði í grennd við Akureyri. Auk þess hafa birzt
tvö frjólínurit úr íslenzkum mýrum unnin af finnska jarð-
fræðingnum Veikko Okko og eitt línurit, sem þýzkur grasa-
fræðingur, Herbert Straka, gerði. Síðan 1954 hefur sá,
sem þetta ritar, unnið nokkuð að frjórannsóknum í íslenzk-
um mómýrum. Mun hér á eftir getið nokkurra helztu nið-
urstaðna þessara rannsókna og þó einkum þeirra, er snerta
landnámið og sögulegan tíma (Þorleifur Einarsson 1957,
1961).
Samkvæmt frjórannsóknum í íslenzkum mómýrum virð-
ist mega skipta gróðurfarssögu landsins frá því, að jökla
leysti af landinu fyrir 10—15000 árum og fram til vorra
daga, í fjóra kafla eða skeið.
Elzta skeiðið eða síðjökultíminn hófst, er jökulskjöld-
inn, sem huldi landið að mestu á síðustu ísöld jökultímans,
tók að leysa. Farg ísskjaldarins hafði þrýzt landinu all-
mikið niður. Um leið og jökla leysti af láglendi, fylgdi sjór
jökulröndinni eftir, enda hækkaði um líkt leyti mjög í
heimshöfunum vegna hins mikla leysingarvatns, sem bætt-
ist í þau á þessum tíma. Hæstu sjávarmörk sunnanlands
eru í um 110 m hæð, en annars staðar víðast í 40—50 m
hæð yfir núverandi sjávarmáli. Segja má, að % allra
byggðra býla hér á landi standi á þessum forna sjávar-
botni.
Landið reis síðan smám saman úr sjó, og fyrir um 9000
árum var hafflöturinn kominn niður fyrir núverandi
sjávarmál. Sjávarmál hélzt síðan líklega óbreytt að mestu