Saga - 1962, Blaðsíða 105
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 445
í nokkur þúsund ár, og það er ekki fyrr en á síðustu ár-
þúsundum, að það tók að breytast að nýju, þ. e. landið fór
að síga. Þetta landsig er enn í gangi, svo sem sjá má af
fjörumó víðs vegar með ströndum fram.
Eins og áður gat, er líklegt, að á síðustu ísöld hafi nokk-
ur svæði verið íslaus, einkum norðanlands. Á þessum svæð-
um er talið, að um helmingur íslenzku flórunnar hafi hjar-
að af fimbulvetur síðustu ísaldar. En einnig munu ýmsar
plöntur hafa borizt yfir hafið á síðjökultíma. Islenzka flór-
an telur nú um 440 tegundir háplantna.
Á síðjökultíma hófst myndun velflestra íslenzkra mó-
mýra, er jurtaleifar tóku að safnast fyrir í dældum og döl-
um. Megindrættir í gróðurfarssögu síðjökultímans eru
þeir, að birki vantar algerlega á svæðinu frá Hornafirði
vestur og norður um til Skagafjarðar. En á svæðinu frá
Eyjafirði til Austfjarðafjalla virðist birkið þegar á þessu
skeiði vera komið til sögunnar. Starir, grös, víðir og ýms-
ar aðrar jurtir eru einnig komnar til á þessu skeiði. Frá
lokum síðjökultímans fyrir um 9000 árum og fram til land-
náms virðast síðan fáar eða engar nýjar plöntutegundir
bætast við íslenzku flóruna.
Annað skeið frjólínuritanna nefnist birkiskeiðið fyrra.
Það hófst, er birki breiddist ört út um land allt fyrir um
9000 árum. Birkiskógur og kjarr þakti fljótlega allt lág-
lendi nema votustu mýrar og flóa. Á þessu skeiði hefur
neðra lurkalagið í mörgum íslenzkum mómýrum myndazt.
Loftslag mun á þessu skeiði hafa verið þurrt og hlýtt. Und-
ir lok birkiskeiðsins fyrra fyrir um 6000 árum jókst úr-
koma eða loftraki til mikilla muna. Skógurinn hraktist úr
niýrunum. Síðasta hluta birkiskeiðsins fyrra mætti nefna
mýraskeið. Einkennisplanta þess var svarðmosi (Sphag-
num). Gró hans eru á svarðmosa- eða mýraskeiðinu alla
jafna fleiri en frjókorn og gró annarra plantna samanlagt,
en nú er hann tæpast gróbær hér á landi.
Fyrir um 5000 árum minnkaði úrkoma eða loftraki, svo
að birki tók að breiðast út á nýjan leik. Hófst þá birki-