Saga - 1962, Side 106
446
ÞORLEIFUR EINARSSON
sJceiðið síðara, og telst því Ijúka með landnámi. Á tímabil-
inu 4000—2500 fyrir okkar daga mun birkiskógur eða
kjarr hafa klætt allt láglendi nema blautustu flóa. Efra
lurkalagið í íslenzkum mómýrum er frá þessum tíma. Á
þessu tímabili mun veðurfar hafa verið hvað bezt á íslandi
allt frá lokum jökultímans og fram á vora daga. Jöklar
voru þá mun minni að flatarmáli en í dag, og margir þeir
jökulskallar, sem nú gnæfa við himin, munu vart hafa ver-
ið til. Skógarmörk munu aldrei hafa legið hærra á Nútíma
en þá. Þau munu að öllum líkindum hafa legið ofan 600 m,
en í þeirri hæð eru nú hæstu skógarleifar hér á landi, í
Fróðárdal norðan Hvítárvatns. Á þessu tímabili mun vart
minna en helmingur landsins hafa verið skógi vaxinn og
varlega áætlað a. m. k. % hlutar landsins verið grónir. 1
dag er aðeins tæpur fjórðungur landsins gróinn og aðeins
y100 skógi vaxinn.
Á mörkum bronz- og járnaldar, fyrir 2500 árum, versn-
aði loftslag hér á landi mjög, sem og um heim allan, og tók
þá að halla undan fæti fyrir birkiskóginum íslenzka. Skóg-
urinn hvarf síðan smám saman úr mýrunum, en starir,
engjarós, mjaðjurt og ýmsar aðrar plöntur komu í hans
stað.
Frjólínuritin.
Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir
breytingum þeim, sem urðu á gróðurfari af völdum lofts-
lags frá lokum jökultímans og fram að landnámi, eins og
þær koma fram á frjólínuritunum. Skal nú greint nokkru
nánar frá tveim frjólínuritum, sem unnin hafa verið úr
mýrarsniðum í nágrenni tveggja bæja. Þau segja einkar
vel gróðurfarssögu síðustu 1100 ára.
Annað frjólínuritið, sem hér birtist, er tekið úr mýri
rétt austan túns í Skálholti, en hitt úr Borgarmýri rétt
austan Elliðaánna við Reykjavík.
Frjólínuritin skiptast í nokkra dálka. Fyrsti dálkurinn
sýnir mógerð mýrarsniðsins svo og lög af eldfjallaösku,