Saga - 1962, Side 107
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 447
sem myndazt hafa við gos í ýmsum eldstöðvum, meðan á
myndun mómýranna stóð. Talið er, að síðan á síðjökul-
tíma séu eldgos hér á landi orðin hátt á annað þúsund tals-
ins. Frá upphafi Islandsbyggðar munu 30—40 eldstöðvar
hafa verið virkar. Gos á sögulegum tíma eru vart færri en
150. Gosin hafa ýmist verið hraun- eða sprengigos eða
hvort tveggja. Við sprengigosin hefur gosaskan dreifzt
mjög í samræmi við vindáttina, sem á var, meðan á gosinu
stóð. Sum þessara öskulaga hafa dreifzt yfir stór svæði
og koma að miklu gagni sem einkennislög við ýmiss konar
jarðfræðilegar rannsóknir. Mörg öskulaganna, sem eldri
eru en frá landnámstíð, hafa verið aldursákvörðuð með
geislavirku kolefni, en hin yngri eftir rituðum heimildum.
Einnig má oft áætla aldur öskulaga með því að rekja þau
saman yfir stór svæði og athuga innbyrðis afstöðu þeirra.
Þá má og afla nokkurrar vitneskju um aldur öskulaga með
fornleifa- og frjórannsóknum.
Öskulagatímatalið, sem Hákon Bjarnason og Sigurður
Þórarinsson hófu að safna heimildum að árið 1934, en sá
síðarnefndi hefur síðan aukið mjög við (Sigurður Þórar-
insson 1944, 1958), auðveldar frjórannsóknir í íslenzkum
mómýrum. Öskulögin eru ýmist svört, basaltaska, eða ljós,
líparítaska.
Neðarlega í línuritinu frá Skálholti, í 120 sm dýpt, er
5 sm þykkt svart öskulag, K, sem líklega hefur myndazt
í miklu Kötlugosi á mýraskeiðinu fyrir 5—6000 árum.
Þetta öskulag er einnig að finna í Borgarmýrarsniðinu.
Þar er það í 85 sm dýpi og aðeins 3 sm að þykkt, enda f jær
Kötlu. í Skálholtssniðinu er þunnt, ljóst öskulag, sem varð
til í Heklugosi fyrir 4000 árum (H4). Nokkru ofar í báð-
um sniðunum er annað ljóst öskulag, sem myndazt hefur
í Heklugosi fyrir 2700 árum (H3). Þetta Heklugos hefur
verið mesta sprengigos, sem orðið hefur hér á landi síðan
í lok jökultímans. öskulagið H3 má finna í mýra- og jarð-
vegssniðum frá vestanverðu Suðurlandi norður og austur
um land, allt til Breiðdals. 1 40 sm dýpi í Borgarmýri og