Saga - 1962, Síða 108
448
ÞORLEIFUR EINARSSON
50 sm í Skálholtssniðinu er þunnt öskulag, ljóst að neðan,
en dökkt að ofan. Þetta öskulag hefur verið nefnt G eða
VII a og b (Sigurður Þórarinsson 1944, 1958). Lagið G
mun vera komið frá óþekktri eldstöð á Torfajökulssvæð-
inu. Það má rekja í mýra- og jarðvegssniðum um vestan-
vert Suðurland allt til Borgarfjarðar. Öskulagið G mun
vera myndað á fyrstu öld íslandsbyggðar. I gegnum bæði
frjólínuritin er dregin punktalína, sem sýnir stöðu þessa
mikilvæga öskulags. I Skálholtssniðinu sést aðeins ofan
við G ljós öskudreif, sem féll í Heklugosinu 1104 (Hi), en
það gos lagði byggðina í Þjórsárdal og á Hrunamanna-
afrétti í auðn. I Borgarmýri koma tvö þunn svört lög ofan
öskulagsins G. Efra öskulagið (R) mun vera myndað í
Kötlugosi skömmu fyrir 1500. I Skálholti finnst þetta lag
ekki, en tvö efstu öskulögin þar eru frá Heklugosi 1693 og
Kötlugosi 1721.
Dálkur A sýnir niðurstöður úr glæðingu á mó úr snið-
unum. Öskumagn mósins eykst mjög eftir landnám. Orsak-
ir að aukningu öskumagnsins munu einkum vera þær, að
uppblástur hefur í flestum héruðum byrjað snemma á
sögulegum tíma og áfokið m. a. setzt fyrir í mýrunum. 1
Borgarmýrarsniðinu minnkar öskumagnið nokkuð eftir
1500, en það bendir til þess, að flest holt í nágrenni Reykja-
víkur hafi þá þegar verið orðin nær örfoka. Áfok kemur
mjög greinilega fram í mýrasniðum víða um land. Mór
myndaður fyrir landnám er venjulega dökkur að lit, en
mór myndaður eftir landnám gulleitur, litaður af áfoki.
Hin eiginlegu frjólínurit eru sýnd í dálkunum B, C og
D. I dálki B eru sýnd hundraðshlutföll frjókorna hálfgrasa,
lyngs og allra annarra frjókorna miðuð við heildartölu
allra greindra og talinna frjókorna. Hálfgrös, einkum
starir og fífur, eru einkennisjurtir íslenzkra mýra, en lyng,
einkum krækiberja- og bláberjalyng, virðist hafa vaxið
misjafnlega vel í hinum ýmsu mýrum eða nágrenni þeirra,
þótt staðhættir og aðrar aðstæður hafi verið líkar. Þess-
um tveim frjókornaflokkum er sleppt við útreikning dálk-