Saga - 1962, Síða 109
VITNISBUEÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 449
anna C og D. Venjulega verða litlar breytingar á hlutfalls-
tölu hálfgrasafrjóa við landnámið, en frjókornum lyngs
fækkar hins vegar alla jafna.
I dálkinum C eru sýnd hundraðshlutföll víði-, gras- og
birkifrjóa svo og heildarhlutföll jurtafrjóa. I dálkinum D
eru síðan sýnd hundraðshlutföll hinna einstöku jurtafrjóa.
1 línuritinu frá Skálholti er birkihámark 50—60%, á
milli öskulaganna H4 og H3, þ. e. fyrir 4000—2500 árum.
Síðan fækkar birkifrjóum smám saman, unz áhrif land-
námsins koma í ljós við öskulagið G, en þá fækkar birki-
frjóum skyndilega úr 35% og niður fyrir 10%. Hlutfall
birkis helzt síðan lítt breytt fram á 17. öld, að birkifrjóum
fækkar enn, svo að þau ná ekki 5% eftir það. Fyrir land-
nám er hundraðstala víðis 10—20%, en við landnámið
týna víðifrjóin tölunni og ná eftir það aðeins 1—2%. Af
öðrum jurtum, sem fækkar við landnámið, má nefna mjað-
jurt, engjarós (rósaætt), hrafnaklukku (krossblómaætt)
og hvönn eða geitlu (sveipjurtaætt).
Miklu fleiri eru þær jurtategundir eða ættir, sem „nema
land“ við tilkomu mannsins, en þær sem fækkar. Hlutfall
grasfrjóa er fyrir landnám 5—10%, en við landnámið
bækkar hlutfallstala þeirra í 40—50% og stendur síðan í
stað, unz hún stígur skyndilega skömmu fyrir Heklugosið
1693 í 70—75%. Þegar fram á 19. öldina kemur, fækkar
grasfrjóum að nýju.
Frjókornum af grösum má skipta í tvo flokka. I öðrum
flokknum eru frjókorn haga- og túngrasa, sem þegar hef-
ur verið rætt um, en í hinum frjókorn af „korntegundum",
en þau eru miklu stærri en hin fyrrnefndu. Fyrir landnám
finnast sjaldan frjókorn af þeirri stærð, en þau fáu, sem
finnast, munu vera af melgresi. Melur mun fyrir landnám
emkum hafa vaxið í sandi með ströndum fram eða á ár-
eyrum, en ekki hafa flutzt að nokkru ráði inn í land, fyrr
en uppblásturinn hafði svipt jarðvegi af sendnum jarð-
vegsgrunni. 1 Skálholti gætir frjókorna af kornstærð þeg-
ar með landnámi, en hámarki nær kornfrjóið skömmu eftir
Saga — 29