Saga - 1962, Side 111
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 451
frjókornum af hjartagrasa- (haugarfi, vegarfi), græði-
súru- (kattartunga), súru- (tún- og hundasúra), körfu-
blóma- (túnfíflar, vallhumall, baldursbrá) og möðruætt
fjölgar mjög við landnámið. Auk framangreindra frjó-
korna skjóta einnig upp kollinum með landnáminu frjó-
korn af blöðkujurtum (hlaðarfi) og garðabrúðu. Einnig
fundust nokkur frjókorn af malurt og mjaðarlyngi (Myr-
ica Gale) rétt ofan öskulagsins G.
Rétt fyrir 1500 fjölgar mjög frjóum af kattartungu,
brjóstagrasi og körfublómum, en um það leyti hafa holtin
umhverfis Borgarmýri líklega verið orðin nær örfoka.
í dálkinum E er sýnd tala erlendra frjókorna af furu,
greni, elri og hesli, en þau munu hafa borizt yfir hafið með
loftstraumum. Eftirtektarvert er, að fjöldi þessara erlendu
frjókorna er mun meiri í Skálholti en í Borgarmýri, og
einnig, að þau verða mun sjaldgæfari eftir landnám en
fyrir. Þetta gæti bent til skógeyðingar í nágrannalöndun-
um austan hafsins.
1 dálkinum F er sýnt hlutfall gróa miðað við heildartölu
frjókorna. Burknum fækkar alla jafna, er skógurinn hverf-
ur. Aftur á móti fjölgar gróum af mosajafna og jöfnum
eftir landnám. Einnig er hámark svarðmosagróa á mýra-
skeiðinu við öskulagið K mjög greinilegt.
Niðurstöður frjórannsóknanna um landnámið.
I þann tíð var ísland viði vaxið á milli fjalls og fjöru,
segir í Islendingabók Ara fróða Þorgilssonar. Þess var
áður getið, að 3000—1500 árum fyrir upphaf Islands-
byggðar, þ. e. á tímabilinu 4000—2500 fyrir okkar daga,
hafi nær helmingur landsins verið vaxinn birkiskógi eða
kjarri, enda veðurfar aldrei verið betra hér á landi frá því
fyrir síðustu ísöld jökultímans. Fyrir 2500 árum fer lofts-
lug heldur að versna; lofthiti fer lækkandi og úrkoma
eykst. Skógurinn hraktist smám saman úr mýrunum, en
í hans stað komu þar gulhvítar breiður mjaðjurta og