Saga - 1962, Page 114
454
ÞORLEIFUR EINARSSON
grastegundir þær, sem þar uxu, fengið aukið landrými og
bætt vaxtarskilyrði og því breiðzt út. Að auki er líklegt,
að landnámsmenn hafi beinlínis sáð grasfræi, þ. e. flutt
með sér nýjar grastegundir hingað til lands. En erfitt mun
verða að fá úr því skorið, hvort svo hafi verið, enda munu
grastegundir þær, sem þeir fluttu með sér viljandi sem
grasfræ eða óviljandi í moði, fljótlega hafa dreifzt út t. d.
með búpeningi og því löngu orðnar fullgildir borgarar
hins íslenzka gróðursamfélags. 1100 ár eru flestum jurt-
um nægjanleg til þess að öðlast borgararétt, ef þær á ann-
að borð gátu þrifizt. En vel gæti verið, að hvort tveggja
sé, að sumar grastegundir hafi flutzt hingað með mönnum
og aðrar fengið betri vaxtarskilyrði, þegar skógurinn
eyddist.
Uppblástur mun hafa hafizt víða um land snemma á öld-
um (sbr. Sigurður Þórarinsson 1961). Orsaka uppblást-
ursins mun m. a. vera að leita í hinni öru gróðurfarsbreyt-
ingu, sem varð með tilkomu mannsins, er skógurinn varð
að víkja fyrir graslendinu. Við snjóleysingu í skóglendi
seytlar leysingavatnið að miklu leyti niður í jarðveginn.
Hins vegar má gera ráð fyrir, að við snjóleysingu á hall-
andi graslendi renni mestur hluti leysingavatnsins skjótt
burtu á yfirborði og grafi farvegi í jarðvegsþekjuna. tJt
frá bökkum þessara farvega hefst síðan uppblástur, sem
getur orðið allör nema þar, sem birki- eða víðirætur binda
jarðveginn. Áfokið veldur síðan jarðvegsþykknun, en hún
auðveldar vindinum eyðileggingarstarfið. Uppblásturinn
hefur sums staðar, bæði í byggð og á öræfum, ekki ein-
göngu feykt burtu þurrlendisjarðvegi, heldur hafa mýrar
einnig blásið upp. öskugos hafa og valdið uppblæstri. Má
þar til nefna, að Heklugosin 1104 og 1693 eiga nokkra sök
á uppblæstri á afréttum Árnesinga. En vafasamt er, að
gosaskan hefði valdið slíku tjóni á skógivöxnu landi.
Þess var áður getið, að greina mætti sundur annars veg-
ar frjókorn haga- og túngrasa og hins vegar korntegunda.
Þó er sá ljóður á, að melgresi og bygg hafa svo lík frjó-