Saga - 1962, Side 117
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 457
Breyttir verzlunarhættir gætu vel hafa orðið afdrifa-
ríkir fyrir kornyrkjuna. Almennt mun talið, að kornyrkj-
unni hafi hnignað mest á 14. eða 15. öld, en í byrjun 14.
aldar tók að flytjast héðan skreið í miklum mæli og hing-
að út ódýrt korn. Vel má vera, að íslendingum hafi þótt
hagkvæmara að skipta á fiski fyrir korn en basla við stop-
ula kornyrkju.
Kornræktartilraunir hafa gengið vel hérlendis síðustu
áratugina, enda ólíkar aðstæður nú hvað tækni og áburð
snertir en fyrr á tímum. Loftslag hefur einnig breytzt
nijög til hins betra, það sem af er þessari öld.
Auk korn- og líklega grasræktar hafa íslendingar að
fornu reynt að rækta ýmsar aðrar nytjajurtir.
Frjókorn af malurt (Artemisia) hafa fundizt við ná-
kvæmar frjórannsóknir á 4 stöðum, í Gufunesi, Borgar-
hiýri, Skálholti og á Bergþórshvoli, en auk þess fannst eitt
frjókorn af þessari jurt í landnámslaginu við Skallakot
(Sigurður Þórarinsson 1944). Alls eru fundin á annan
tug malurtarfrjóa við frjórannsóknir hér á landi. Malurt
telst til körfublóma og vex ekki lengur hér, en telja má
víst, að hún hafi verið ræktuð hér á landi um margra alda
skeið. I Skálholti fannst síðasta malurtarfrjóið milli ösku-
laganna frá Heklu 1693 og Kötlu 1721.
Sveinn Pálsson segir í Anniversaria 1797 (Ferðabók,
bls. 715, Rvk. 1945), eftir að hann hefur lýst fundarstað
tveggja sjaldgæfra plantna, naðurtungu og vatnsnafla, við
heita uppsprettu hjá Brúará, suðvestur af Skálholti: „En
riokkuð lengra frá ánni, á hól, sem kallast Bolahaus, fann
eS heilan topp af Artemisia vulgaris [malurt]. Var hún
ekki enn blómguð (19. ágúst), en samt allhávaxin. Geri ég
ráð fyrir, að þarna hafi fyrrum verið hús, ef til vill ein-
^tumannskofi í katólskum sið, og hafi jurt þessi, sem ekki
etur áður fundizt hér á landi, verið gróðursett þar til
®krauts eða sáð til hennar með fræi. Vera má og, að hún
hafi íent þarna fyrir einbera tilviljun, enda héldu forfeður
vorir hana til margra hluta nytsamlega, meira að segja til