Saga - 1962, Side 118
458
ÞORLEIFUR EINARSSON
galdra.“ Jurt þessi mun einnig hafa verið í grasasafni
Bjarna Pálssonar, að því er sænski grasafræðingurinn
Solander getur í óprentaðri plöntuskrá í British Museum,
en hann ferðaðist hér um með Uno von Troil 1772. 1 riti
Jóns lærða Guðmundssonar Um nokkrar grasanáttúrur,
sem skrifað er um 1640, er þess getið, að Absintium, Mol-
urt, sé góð gegn svefnleysi, bólgnum eistum, eyrnaverk,
magakveisu svo og gegn flugum og flóm (tilvitnanir eftir
Sigurði Þórarinssyni 1948).
Ekki er unnt að greina malurtarfrjó til tegunda, en hafi
Artemisia absinthium, þ. e. hin eiginlega malurt, verið
ræktuð hér á landi, má ætla, að hún hafi verið notuð til
lækninga og þó einkum við ölgerð. Sé um Artemisia vul-
garis að ræða eins og Sveinn Pálsson telur, má ætla, að
hún hafi gegnt líku hlutverki og fyrst nefnda tegundin.
En að auki mun hin sterka angan af blómum malurtarinn-
ar (A. vulgaris) hafa komið að gagni í baráttunni við
mölinn (mal = mölur), enda mun mölurinn hafa verið
ásækinn í fatnað fyrr á tímum ekki síður en nú. Malurtar-
toppurinn, sem Sveinn Pálsson fann 1797, var ekki í blóma
19. ágúst, og má því ætla, að malurtin hafi þurft hlý sum-
ur til blómgunar. Má vera, að það sé einmitt skýringin á
því, hversu malurtarfrjó finnast stopult.
Á tveim stöðum hafa fundizt frjókorn af mjaðarlyngi
eða porsi (Myrica Gale), sem er lágvaxinn runni, skyldur
birki. Mjaðarlyng vex í mýrum í Noregi allt norður til
Troms, en vex ekki hér á landi. Mjaðarlyngsfrjó fann Sig-
urður Þórarinsson (1944) við frjórannsóknir við Skalla-
kot. Við fyrstu athugun mína á Borgarmýrarsniðinu
(Þ. E. 1961) rakst ég á fáein frjókorn af mjaðarlyngi í
landnámslaginu. Líklegt er, að mjaðarlyng eða pors hafi
verið ræktað hér, en kvenreklar þess voru notaðir við öl-
bruggun (porsöl) í stað humals.
Þess var áður getið, að frjókornum körfublóma fjölgi
mjög við landnámið. Frjókorna af túnfíflum og undafífl-
um gætir lítið fyrr en eftir landnám. Þá skýtur og annarri