Saga - 1962, Page 119
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 459
gerð körfublómafrjóa upp með landnáminu. Þau má helzt
heimfæra til vallhumals og baldursbrár. Vallhumall mun
fyrrum hafa verið ræktaður og notaður við ölgerð í stað
humals, og vel gat vallhumallinn slæðst hingað með mönn-
um. Vallhumall er nú algengur við bæi og víða í ræktuðu
landi og gerir mun minni kröfur til jarðvegs en baldursbrá.
Ö1 mun hafa verið aðaldrykkur til hátíðabrigða fyrr á
öldum, enda öldrykkju víða getið. Til ölgerðar mun ýmist
hafa verið notað íslenzkt eða innflutt bygg, en í stað hum-
als mun malurt, mjaðarlyng eða jafnvel vallhumall hafa
komið, enda voru þessar jurtir ræktaðar hérlendis eins og
að framan greinir.
Um aðrar nytjaplöntur og ræktun þeirra hér er fátt vit-
að. Rétt undir öskudreifinni frá Heklugosinu 1104 fannst
í Skálholti eitt línfrjó. Lín framleiðir allra jurta minnst
frjóduft, svo að það telst til einskærrar tilviljunar, ef lín-
frjó finnst. Línfrjó finnast helzt í tjörnum og keldum, þar
sem lín hefur verið látið feyjast. Það má því telja með
nokkurri vissu, að lín (Linum usitatissimum) eða hör hafi
verið ræktað í Skálholti á síðari hluta 11. aldar. Nokkur
örnefni benda til línræktar svo sem Línakradalur í Húna-
vatnssýslu, Línekrudalur hjá Sólheimum í Mýrdal og Lín-
akrar hjá Bergþórshvoli, en þar eru mikil garðbrot. Við
frjórannsóknir á Línökrum að Bergþórshvoli fannst að
vísu ekkert línfrjó, en gífurlegt magn af arfafrjóum, enda
var erfitt að uppræta illgresi á línökrum vegna viðkvæmni
línsins. Línrækt hefur vafalítið verið stunduð víðar á land-
inu á þessum tíma. Lín var notað í nærklæðnað, kirkju-
húnað svo og veiðarfæri að fornu.
Við landnámið hafa borizt hingað út nokkrar jurtateg-
undir af ýmsum ættum, sem fylgja manninum. hvar sem
hann nemur eða brýtur land. Jurtir þessar nefnast einu
Bafni illgresi eða arfi. öllu illgresi er það sameiginlegt, að
það krefst góðs jarðvegs og mikillar birtu. Margar þess-
ara jurta eru að uppruna steppu- eða strandplöntur, sem
fylgt hafa manninum um þúsundir ára land úr landi. Sumt