Saga - 1962, Síða 120
460
ÞORLEIFUR EINARSSON
af því illgresi, sem tekur að gæta með landnáminu, er ís-
lenzkt að uppruna svo sem kattartungan, sem vaxið hefur
við sjó fyrir landnám, en þá fært sig um set og tekið sér
bólfestu kringum bæi svo og í valllendi og á melabörðum.
Sama máli virðist gegna um jurtir af hélunjólaætt. Við
landnámið tekur einnig fyrst að ráði að gæta frjókorna af
möðruætt, líklega einkum af gulmöðru, svo og frjókorna
af súruætt, hundasúru og túnsúru, þótt hvor tveggja hafi
vaxið hér fyrir landnám.
Af illgresi, sem hefur líklega borizt hingað til lands
með manninum þegar á landnámsöld, í moði, með korni,
fræi eða með öðrum farangri, má nefna veg- og haugarfa
af hjartagrasætt, og hlaðarfa (blöðkujurtir af súruætt),
enda ber allmikið á frjókornum jurta af þessum ættum
eftir landnám. Af öðru illgresi, sem lítið eða ekki gætir
í frjólínuritunum, en borizt hefur hingað snemma, mætti
nefna hjartarfa, skurfu og netlu. Eitt frjókorn af njóla
fannst í Skálholti frá 18. öld, en líklega hefur njólinn þó
verið kominn hingað fyrr.
Frjókorna af sóleyjarætt gætir alla jafna meir fyrir
landnám en eftir, enda mun brennisóley hafa þrifizt vel í
skjóli birkiskóganna. 1 sumum frjólínuritum er þessu þó
nokkuð á annan veg farið, svo sem að Bergþórshvoli, þar
sem sóleyjarfrjó nema á sögulegum tíma 20—50% allra
frjókorna.
Frjókorna af garðabrúðu gætir víða eftir landnámið,
þótt í smáum stíl sé. Hvort þessi blómprúða jurt hafi bor-
izt hingað af tilviljun líkt og sumt af illgresinu eða verið
ræktuð til skrauts af „fornkonum", er erfitt að fullyrða.
Vel má það vera, að sama gildi um íslenzku rósirnar, glit-
rós og þyrnirós, sem vaxa nú villtar á örfáum stöðum.
Gott dæmi um ræktunarviðleitni á fyrstu öldum Islands-
byggðar er þekkt frá Noregi. Samkvæmt frjórannsóknum
norska grasafræðingsins Knud Fægri1) má ætla, að beyki-
!) Knud Fægri: On age and origin of the beech forest (Fagus