Saga - 1962, Síða 122
462
ÞORLEIFUR EINARSSON
ins. Sigurður ályktaði, að öskulagið hefði fallið, áður en
byggð hófst í Þjórsárdal, líklega fyrir landnám. Að sömu
niðurstöðu komst ég einnig (Þorleifur Einarsson 1961),
en síðar hafa verið gerðar nákvæmar frjórannsóknir á
þrem stöðum á dreifingarsvæði öskulagsins G, um suð-
vestanvert landið. Þær benda til þess, að gróðurfarsbreyt-
ing landnámsins gerist á tveim stöðum, í Gufunesi og
Borgarmýri, strax ofan lagsins, en á einum stað, í Skál-
holti, er farið að örla á áhrifum landnámsins undir ösku-
laginu G. Af þessu mætti álykta, að Skálholt hafi byggzt
fyrr en Þjórsárdalur, Gufunes eða bærinn við Borgarmýri,
og einnig að öskulagið G hafi fallið eftir að land tók að
byggjast.
Landnáma segir, að er Ketilbjörn gamli kom út til ís-
lands, var landið víða byggt við sjó. Ketilbjörn bjó að Mos-
felli og nam Grímsnes frá Höskuldslæk, hjá Stóruborg, og
Laugardal allan og Biskupstungu upp til Stakksár, þ. e.
tunguna milli Brúarár og Tungufljóts allt til Neðradals.
Teitur hét sonur Ketilbjarnar gamla. Elzta heimildin,
Hungurvaka (Biskupasögur, Kbh. 1858), segir, að hann
var sá gæfumaður, að hann byggði þann bæ fyrstur, er í
Skálaholti heitir. Landnáma og yngri heimildir telja, að
Teitur hafi búið í Höfða (um 960). Kristnisaga, sem er
ung heimild, telur Gizur hvíta, son Teits, búa í Höfða, áður
en hann gerði bæ í Skálaholti og færði þangað bú sitt.
Sonur Gizurar og þriðju konu hans, Þórdísar, systur
Skafta lögsögumanns Þóroddssonar á Hjalla í Ölfusi, var
Isleifur, síðar biskup, fæddur um 1006. Gera má ráð fyrir,
að Gizur hvíti hafi verið á sextugsaldri, er Isleifur fædd-
ist, og hann sé því fæddur um miðja 10. öld. Ketilbjörn
gamli kom víst seint út. Teitur var elztur barna hans, lík-
lega fæddur 900—915. Sbr. Páll Lýðsson: Upphaf Mosfell-
ingagoðorðs, Saga III, 321—27 (1961).
Eins og áður segir, benda niðurstöður frjórannsóknanna
til þess, að Skálholt hafi byggzt, áður en byggð hófst í