Saga - 1962, Síða 123
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 463
Gufunesi,1) við Borgarmýri eða í Þjórsárdal2), en tíma-
ínunur þarf ekki að vera mikill. Landnámið í Skálholti er
elzta landnám, sem enn hefur fundizt við frjórannsóknir,
en þær eru ekki nógu ýtarlegar til að draga af þeim endan-
legar ályktanir um afstöðu öskulagsins til landnámsins eða
til að tímasetja upphaf byggðar í Skálholti.
Nafnið „Skálaholt“ gæti bent til þess,. að þegar Teitur
reisir bæ þar, hafi verið skáli fyrir og ræktun, en Teitur
hafi keypt eða stökkt burtu fyrri ábúendum. Teitur byggir
varla fyrr í Skálholti en eftir 920, en öskufallið G er lík-
lega fallið fyrr á landnámsöld. Þá gæti verið, að frásagnir
hinna yngri sagna væru að einhverju leyti sannar, að Teit-
Ur byggi í Skálholti, en hafi síðar búið í Höfða og Gizur
tekið þar við búi eftir hann, áður en hann næði aftur undir
sig Skálholti. Eign gat skipzt við erfðir. Skal þetta ekki
rætt nánar, enda ekki komin öll kurl til grafar.
Isleifur Gizurarson tók biskupsvígslu í Brimum, og sat
að stóli í Skálholti 1056—80. Skálholt var síðan í rúmar
7 aldir mannflestur staður á Islandi. ísleifur hafði stund-
a<5 nám í Herfurðu í Westphalen og hefur þá auk bóklegra
fræða kynnzt ræktun ýmissa nytjajurta og ef til vill reynt
ræktun þeirra í Skálholti. Áðan var getið um línfrjó, sem
íannst rétt undir öskudreifinni frá Heklugosinu 1104. Vel
Wá ætla, að ísleifur biskup eða sonur hans Gizur (f. 1042,
biskup 1082—1118), er naut menntunar í Saxlandi, hafi
J) Landnáma segir, að Ketill gufa hafi komið seint út til íslands.
Hann sat fyrsta veturinn að Gufuskálum á Rosmhvalanesi og annan
vetur í Gufunesi, sem þá hefur líklega verið óbyggt, en fékk á hvor-
Vgum staðnum að vera og hraktist upp á Mýrar og síðan til Breiða-
fjarðar. Gufunes hefur því byggzt nokkuð seint.
2) Um upphaf byggðar í Þjórsárdal eru litlar heimildir. Land-
ftama segir, að Þorbjörn laxakarl hafi numið Þjórsárdal allan og
Gnúpverjahrepp út að Kálfá. Hann bjó í Haga. Hann átti þrjá syni,
einn þeirra var Otkell í Þjórsárdal og annar Þorkell trandill (faðir
Gauks í Stöng).