Saga - 1962, Qupperneq 124
464
ÞOBLEIFUR EINARSSON
stundað línyrkju í Skálholti. I þeirra tíð hafa og vaxið þar
garðabrúða og malurt. Kornyrkja virðist hafa verið stund-
uð í Skálholti frá því skömmu eftir að byggð hefst þar, en
varð mest á áratugunum eftir 1104, á efri dögum Gizurar
biskups eða í tíð næstu biskupa.
Þegar fram á 14. eða 15. öld kemur, leggst kornyrkja af
í Skálholti, en búskaparhættir virðast að öðru leyti óbreytt-
ir. Þeir breytast ekki fyrr en á síðari hluta 17. aldar.
Skömmu fyrir Heklugosið 1693 fjölgar grasfrjói skyndi-
lega í Skálholti og frjókorna af kornstærð fer að gæta að
nýju. Er líklegt, að hér gæti áhrifa Gísla Magnússonar,
Vísa-Gísla.1) Hann er fæddur að Munkaþverá 1621. 1642
fer hann til Hollands og dvelst þar við nám í 4 ár og kynn-
ist garðyrkju. Þegar heim kemur, hefur hann garðyrkju-
tilraunir, fyrst að Munkaþverá og síðar að Hlíðarenda, en
þar bjó hann 1653—1687, unz hann fluttist að Skálholti
til dóttur sinnar Guðríðar, konu Þórðar Þorlákssonar
biskups (1674—1697), og var þar til dauðadags 1696.
Garðyrkjutilraunir Gísla á Hlíðarenda eru víðfrægar. Um
1670 mun hann m. a. hafa ræktað þar bygg, hör (lín),
hamp og kúmen. Kúmen vex nú víða vel um Suðurland, en
það mun vera komið úr jurtagarði Vísa-Gísla. Björn, son
sinn, sem þá var í Kaupmannahöfn, biður Gísli þetta sama
ár að senda sér fræ af furu, greni, eik, beyki, hör og hampi
svo og „pottetes þær eingelsku" (kartöflur) eða þeirra
fræ. Ekki mun Gísli hafa fengið kartöflur, enda ræktun
þeirra ekki hafin í Danmörku um það leyti. Þetta var nser
90 árum áður en Björn í Sauðlauksdal tók upp kartöflu-
rækt.
Þegar Vísi-Gísli kom í Skálholt, mun hann þegar hafa
!) Jakob Benediktsson: Gísli Magnússon. — Safn fræðafél. XI,
Rvk. 1939. — Áhrifin munu hefjast í biskupstíð Brynjólfs, og Þess
getur við afhending Skálholtsstóls 1674, að meðal hluta, sem Brynj-
ólfur hafði ofgoldið í hendur Þórði biskupi, var „akfæri fyrir plógi •
Bisk. A VII, 1, bls. 52 (frumrit); — á þetta benti mér próf. Magnús
Már Lárusson.