Saga - 1962, Page 130
466
ÞORLEIFUR EINARSSON
höldar góðir, og auk túnræktar hafa þeir ræktað malurt
og mjaðarlyng. Eins og víðar hefur illgresi innreið sína
með byggðinni. Kornyrkja hefur ekki verið stunduð að
neinu ráði í Oddageirsnesi.
I þéttbýlinu á Innnesjum hefur snemma farið að gæta
uppblásturs. Fyrir lok 15. aldar er Oddageirsnes farið í
eyði.1) Eftir 1500 dregur mjög úr uppblæstri í nágrenni
Borgarmýrar, eins og lesa má af niðurstöðum móglæðing-
arinnar, enda flest holt í nándinni þá örfoka. Uppblást-
urinn hefur skilið eftir nakta jökulurð, þar sem tún og
hagi voru áður. Harðgerðar og nægjusamar grastegundir,
svo og brjóstagras og kattartunga, hafa síðar tekið sér
bólfestu á örfoka landinu. I dag er stórgrýtta holtið að
gróa upp að nýju, þar sem áður stóð bærinn að Oddageirs-
nesi.
Um búskaparhætti í Oddageirsnesi eru sem sagt engar
heimildir til nema þær, sem jurtirnar sjálfar skráðu með
frjókornum í mýrina við túnfótinn. Eitthvað svipuð þessu
mun saga hundraða annarra eyðibýla hér á landi vera. Um
ábúendur vitum við ekkert, en allir hafa þeir orðið að
hætta búskapnum, þegar vindurinn tók að sverfa að tún-
unum og feykja burt jarðveginum.
Hér hafa verið gerð skil nokkrum þáttum þeirrar sögu,
sem frjóregnið hefur skráð í íslenzkar mómýrar á liðnum
árþúsundum. Frjórannsóknirnar sýna, að skipta má þess-
ari sögu í f jögur skeið. Á fyrsta skeiðinu vantar birki um
suðurhluta landsins, en það hefur líklega vaxið norðan
lands á þessu skeiði. Fyrir um 9000 árum breiðist birki
ört út og meginhluti alls láglendis klæðist skógi (birki-
0 En í öllum heimildum fyrir 1550 er bærinn óþekktur, hvort
sem hann væri með nafnforminu Oddgeirsnes, Oddageirsnes eða
Geirsnes. Oddgeirsnafn var fátítt, svo að sennilegasti frumbyggi
jarðarinnar mundi vera sá tengdasonur Ketils í Gufunesi, sem lengst
bjó síðan í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi. B. S.