Saga - 1962, Page 134
Magnús Már Lárusson:
Sct. Magnus Orcadensis Comes
Magnús jarl Erlendsson í Orkneyjum var einn þeirra
fáu manna norrænna, sem hlutu þá tign eftir andlát að
vera teknir í helgra manna tölu. Varð hann þá árnaðar-
maður eyjaskeggja hjá Guði og aðalverndarvættur. Hing-
að til lands barst dýrkun hans og það fyrr en almennt hef-
ur verið talið. Markmið þessarar greinar er einkum að
leiða í ljós, hvar og hvenær hann hefur verið tignaður á
landi hér. En í því sambandi verður og nauðsynlegt að
drepa á, hvernig ártíðar- og upptökudagar hans hafa ver-
ið haldnir heilagir. Enn fremur verður sýnt, hvernig heim-
ildir um líflátsdag hans hafa spillzt og hver muni vera sá
rétti dagur.
Hér á landi hafa fimm kirkjur og bænhús haft Magnús
Eyjajarl fyrir aðalverndardýrling, en að auki hafa fimm
kirkjur haft hann fyrir aukadýrling. Staðirnir, þar sem
þessi guðshús var að finna, eru:
1. Dögurðarnes (o: Dagverðarnes), hálfkirkja.
2. Holt (o: Stórholt) í Saurbæ, hálfkirkja.
3. Húsavík á Tjörnesi, alkirkja.
4. Kolbeinsstaðir, alkirkja.
5. Melanes á Rauðasandi, bænhús.
6. Nes í Selvogi, hálfkirkja.
7. Seljar í Helgafellssveit, bænhús.
8. Sæból á Ingjaldssandi, alkirkja.
9. Þykkviskógur (o: Stóri Skógur) í Dölum, hálfkirkja.
10. Þönglabakki, alkirkja.
Næst skal athugað um hvern stað, hvað heimildir hafa
að geyma: