Saga - 1962, Side 135
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
471
1. I Dagverðarnesi var hálfkirkja, er þjónað var frá
Skarði á Skarðsströnd. Kirkju þessarar er þegar getið í
hinum elzta Skarðsmáldaga, sem til er, DI I 597, en þar
segir: j davgvrðar nesi skal heima lysi tollr, sbr. II 636 og
IV 158, þar sem heitið kirkja er notað. Hefur hann verið
tímasettur til 1259. Skeikar þar ekki nema því, að hann
geti vel verið eldri og allt frá 12. öld. Helgun kirkjunnar
í Dagverðarnesi kemur fram í máldaganum DI VII 75,
sem hefur verið tímasettur til 1491—1518 eða fyrri. Eftir
stöðu sinni í máldagabókinni gæti hann verið frá 14. öld
miðri. Segir þar, að kirkjan er Magnúskirkja.
í Dagverðarnesi var til forna höfn, er virðist hafa verið
111 jög þýðingarmikil. Kemur það ótvírætt í ljós af Land-
Rámu, Eyrbyggju, Laxdælu, Bolla þætti, Þorskfirðinga
sögu, Fóstbræðra sögu, Þorgils sögu ok Hafliða, Hrafns
sögu Sveinbjarnarsonar inni sérstöku og Þórðar sögu
kakala. Eftir þeim heimildum virðist jafnvel svo, að um
aðalhöfn við Breiðafjörð sé að ræða á tímabilinu frá land-
ftámstíma fram yfir miðja 13. öld. Dagverðarnes liggur
miðsvæðis í Breiðafirði. Þar er skýlt og uppsátur gott.
Það skal tekið fram, að helgun kirkjunnar í Dagverðar-
nesi kann að hafa verið breytt á 13. eða 14. öld. Um það
virðist ekkert liggja fyrir. Þó skal það tekið fram, að eina
iíkneskið, sem kirkjan átti, er Magnúslíkneski. Virðist það
Seta bent til, að kirkjan kynni frá upphafi að hafa verið
helguð Magnúsi Eyjajarli.
2. 1467 vígði Sveinn biskup í Skálholti kirkju að Holti
i Saurbæ, DI V 493, sbr. IX 194. Svo er að sjá af Hvols-
máldaga í Vilkinsbók, DI IV 155, að um 1397 hafi ekki
Venð um annað að ræða þar í sókn en bænhús í Ólafsdal.
Vígslubréf Sveins biskups er enda í því formi, að um
Irumvígslu hljóti að vera. Holtskirkja var helguð með
óuði Magnúsi Eyjajarli, Maríu og öllum heilögum og var
•Magnúskirkja. Skylt var að syngja Magnúsmessur báðar
Holti.
Hér ber að geta þess, að þá þegar fyrir 3 öldum virð-