Saga - 1962, Side 136
472
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
ist einhver Magnúshelgi hafa verið í Saurbænum, þegar
Sturlu saga, kap. 14, segir menn úr Holti hafa farið um
1150 til tíða að Hvoli Magnúsmessudag á vetur, sé heim-
ildin traust um þetta smáatriði. Enn fremur má nefna, að
í Islendinga sögu, kap. 2, er Einar Þorgilsson á Staðarhóli
sagður hafa andazt tveim nóttum eftir Magnúsmessu (á
vetur 1185). Sá galli er á báðum þessum dagsetningum,
að þær eru miðaðar við hinn 13. desember, sem og er
Luciumessa. Kynni í fyrstu að hafa verið miðað við hana,
en seinna breytt til.
3. Helgun Húsavíkurkirkju kemur fyrst fram í Ólafs-
máldögum 1461, DI V 273. Er hún þá nefnd Magnúskirkja.
En þegar 1318 átti hún Magnúslíkneski, DIII 428, og 1394
átti hún að auki Magnússsögu, DI III 583. Því virðist
óhætt að álykta, að hún hafi verið Magnúskirkja 1318.
Það skal tekið fram, að Auðunarmáldagar 1318 eru elzta
heimildin um kirkjustað þar. Þó mun hann örugglega
eldri, en engin tök virðast vera á því að ætla um aldur-
inn 1318.
1 Húsavík var þýðingarmikil höfn til forna, eins og Ijóst
er af Þingeyingasögum og Laurentius sögu.
U. Að Kolbeinsstöðum var kirkja komin fyrir 1200, sbr.
DI XII 9, en í máldaga 12. aldar nefnist hún Maríukirkja,
DI I 275. í Hítardalsbók 1367, DI III 225, nefnist hún
Nikulásarkirkja, og af Vilkinsbók 1397, D IV 180, er enn
fremur ljóst, að hún auk Nikulásar er helguð Maríu, Pétri,
Magnúsi, Dóminikusi, Katrínu og öllum heilögum.
í Vilkinsmáldaga segir, að Ketill Þorláksson hirðstjóri
hafi látið penta kirkjuna að innan, en hann andaðist 1342.
Úr því að heilagur Dóminikus er nefndur meðal verndar-
dýrlinga kirkjunnar, þá sýnir það glöggt, að kirkjan hafi
verið endurvígð eftir 1234, en fyrir 1342. Virðist helzt
mega ætla, að það hafi gerzt á dögum Jóns biskups Hall-
dórssonar, 1322—39, er hafði gengizt undir reglu heilags
Dóminikusar. Er því ekki öruggt nema að Magnúsi Eyja-
jarli hafi þá einnig verið bætt við verndardýrlingana.