Saga - 1962, Síða 137
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
473
5. Að Melanesi á Rauðasandi vígði Stefán biskup í Skál-
holti bænhús 1514 og helgaði Magnúsi Eyjajarli, DI VIII
519. Orðalag vígslubréfsins gæti bent til þess, að um frum-
vígslu ræði. Eldri heimildir um bænhús á þessum bæ virð-
ast engar vera.
6. 1 Nesi í Selvogi var Maríukirkja, reist á seinni hluta
13. aldar, hálfkirkja, er helguð var með Guði og Maríu,
hinum helga Magnúsi jarli, hinum sæla Þorláki biskupi
og hinni helgu Katrínu mey, DIII 378, sbr. IV 99. Eigi er
vitað um aðra eldri kirkju þar.
7. Að Seljum í Helgafellssveit var bænhús helgað Magn-
úsi, og er máldagi þess tímasettur 1491—1518, en er ugg-
laust eldri. í Vilkinsbók 1397 er tekið fram, að í Bjarnar-
hafnarsókn sé eitt bænhús, DIIV 172. Gæti verið um bæn-
húsið að Seljum að ræða. Það er vitað, að landið að Selj-
um var selt Helgafellsklaustri 1365, DI VI 19, sbr. III 144.
I bréfinu er ekki getið um bænhússkyld. Það er þó ekki
einhlítt til að sýna, hvort bænhús hafi verið þar eða ekki.
Það er ekki föst regla að geta þessa í jarðaskjölum.
8. Á Sæbóli á Ingjaldssandi stóð Maríukirkja, er að
auki var helguð hinum heilaga Jóni postula, Magnúsi, Þor-
láki og Katrínu. Elzti máldagi hennar er tímasettur til
1306, DI II 360, sbr. III 228 og IV 142. Uppistaða hans er
þó langtum eldri. í kirknaskrá Páls biskups um 1200 er
getið prestsskyldarkirkju „at Ingjaldssandi", DI XII 14.
Svo virðist sem Landnáma noti „at Ingjaldssandi" sem
hæjarheiti. Hún nefnir og Brekku. 1 máldaganum kemur
fram, að kirkjan að Sæbóli er alkirkjan í þingunum. Enn
fremur kemur fram hálfkirkja í Álfadal, sem sennilega
hefur verið Nikulásarkirkja, Maríu og Allra heilagra
vegna ákvæðis um tíðasöng þar. Bænhúss að Brekku er og
getið, sem sennilega hefur verið helgað Jóhannesi skírara,
Pétri og ólafi helga vegna ákvæðis um tíðasöng. Þetta síð-
ara ákvæði var sett af Árna Helgasyni Skálholtsbiskupi
°g hefur það ráðið tímasetningu máldagans.
Þar sem Þorláks helga er getið meðal verndardýrlinga