Saga - 1962, Síða 138
474
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
Sæbólskirkju, þá er auðséð, að kirkjan hefur verið endur-
vígð eftir 1200; ef til vill af Árna biskupi, sem þá hefur
um leið sett ákvæðið um söng til Brekku.
Niðurlag máldagans er athyglisvert, þar sem svo segir:
„Þar skal halda heilagt um öll þing á Sandi Magnúsmessu
fyrir Jól og gefast leyfi þvílíkt sem Andrésmessu eða
Nikulásmessu.“ Það verður að álykta, að ákvæði þetta sé
eldra en Alþingissamþykktin 1326, DI II 594—5, er síðar
verður rædd; eftir að sú samþykkt var gerð, mátti álíta
ákvæði þetta þarflaust. Ef til vill eru hér endurómar af
statútu Árna biskups Þorlákssonar um föstur 1275, DI
II 129. En biskups er það eins að veita slíkt leyfi, sbr. DI
II 85 og 129.
Þar sem kirkjan að Sæbóli hefur verið endurvígð eftir
1200 og gert er ráð fyrir, að bæjarheitið Sæból sé yngra
heiti en „at Ingjaldssandi“, þá er óvíst, að eldri kirkjan
hafi einnig verið helguð Magnúsi. Þó gæti ákvæðið um að
halda heilagt Magnúsmessu fyrir Jól bent til þess, en eng-
an veginn er það öruggt.1)
9. Af Hítardalsbók 1367 er ljóst, að í Þykkvaskógi
(o: Stóra Skógi) í Dölum var Maríukirkja og hins heilaga
Eyjajarls, DIIII 227, sbr. IV 164, VII 76. Eigi er unnt að
segja, hversu gömul sú hálfkirkja er að helgun.
Landið í Þykkvaskógi hafði þegar á 14. öld skipzt í
þrennt. Kirkjan í Þykkvaskógi stóð á þeim parti, er síðar
nefndist Stóri Skógur; svo er Miðskógur, en partur
Kvennabrekkukirkju nefndist Kirkjuskógur og er síðar
á öldum talinn hjáleiga frá Kvennabrekku.
10. 1318 er ólafskirkju að Þönglabakka getið í Auð-
unarmáldögum, og eru þeir elzta heimild um hana. Enn
x) í Bps. A II 3 bl. 103a er skylld strikað út og tijund skrifað
fyrst, en strikað út og hefur skrifarinn sjálfur tekið eftir penna-
glöpunum og sett gisting. Bps. A II 4 bls. 185 og 5 bls. 92 hafa bæði
prestvwt. Sbr. DI II 360, er setur prestskylld vist.