Saga - 1962, Page 139
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
475
fremur kemur þar fram, að aðrir verndardýrlingar eru
Pétur og Andrés, Magnús og Nikulás.
I máldaganum eru nefndir fjórir menn: ögmundur
Sveinsson, Ormur Ögmundarson, Þórður úr Laufási og
Eyjólfur Helgason. Má vera, að Þórður úr Laufási sé
Þórður Þórarinsson Laufæsingur, svo sem registur forn-
bréfasafnsins gerir ráð fyrir. Er máldaginn þá frá s. hl.
12. aldar að uppistöðu. Til sama tíma benda enn fremur
ákvæðin um afraksturstíund af reka. Til hins sama gæti
og bent orðalagið: j þuisa takmarki, DI II 443. Það skal
tekið fram, að afrit Auðunarmáldaga, staðfest 1639,
Pps. B III 3 bl. 16 b, hefur: J þessu, leiðrétt J þuisa, Tak-
'marki, en hitt afritið, Bps. B III 4, staðfest 1645, hefur
bl. 10 b: J þuisu Takmarki. Eigi er því að efa, að svo hafi
staðið í hinu glataða frumriti.
í Ólafsmáldögum 1461, DI V 264—5, er Eyjólfur Helga-
son eigi nefndur, en hinir þrír. 1 Auðunarmáldögum
segir frómt frá því, að gleymzt hafi að færa hvaltíund af
rekum þeim, er Eyjólfur „á meður Bakkalandi, og kom
beim þá ei í hug, er biskup lét rita þennan máldaga“, DI
II 444. Eigi er ljóst, hver Eyjólfur þessi hafi verið, né
heldur er víst, að biskup sá, sem nefndur er, sé Auðunn
rauði Þorbergsson. Útilokað er það þó ekki. Þá ætti klaus-
an að hafa staðið utanmáls, innvísuð, en afritararnir
1639 og 1645 hafa þá tekið hana inn í textann.
I máldaganum virðist ekkert vera, sem bendir til endur-
vígslu, sem hefði haft í för með sér, að Magnúsi jarli hefði
verið bætt í dýrlingaröðina milli 1200 og 1318.
Samkvæmt þessu er nokkurn veginn öruggt, að kirkj-
urnar í Dagverðarnesi, Húsavík og á Þönglabakka gætu
verið helgaðar Magnúsi Eyjajarli þegar í lok 12. aldar.
En á Sæbóli og í Nesi í Selvogi á 13. öld. Um Seljar og
Þykkvaskóg verður ekkert fullyrt.
I AM. 354 fol. eru m. a. nokkrir formálar úr Skálholti
Ivá 14. öld. Meðal þeirra er einn, er kynni að vera eiðstaf-