Saga - 1962, Qupperneq 140
476
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
ur ráðsmanns Gaulverjabæjarspítala, er Haukur lögmað-
ur Erlendsson og Árni biskup Helgason settu 1308. Sam-
kvæmt formálanum ætti spítalinn að hafa verið helgaður
Magnúsi Eyjajarli, DI II 507.
Á Katanesi er hliðstæða. Þar á að hafa verið bænhús
helgað Magnúsi, en rústir þess eru enn til, um 250 stikur
norðvestan við bæjarhúsin á jörðinni Spittel Mains, en það
heiti útleggst sem Magnúss spítali, J. Mooney: St. Magnus-
Earl of Orkney, p. 275.
I Magnúss lesi og söng er lögð áherzlu á, hversu líkþráir
hreinsist, óðir fái vit, blindir sýn, fyrir árnaðarorð hins
helga jarls. Er því engin fjarstæða að helga honum spítala.
Kirkjan í Gaulverjabæ var þó Maríukirkja, en Þorlákur
aukadýrlingur, DI II 671, III 113.
Ef til vill má þá bæta helgun spítalans í Gaulverjabæ
við framangreindar helganir.
Nú má víkka rannsóknarsviðið með því að tína til staði
þá, þar sem Magnúss líkneski er að finna. Þeir virðast
vera:
1318 á Húsavík, DI II 428, sbr. III 583 og V 274.
1394 á Mælifelli, DI II 531, sbr. V 327.
„ á Skútustöðum, DI III 557, sbr. V 319.
„ á Svalbarði á Svalbarðsströnd, DI III 570, sbr.
V 280.
1397 á Hofi í Eystra Hrepp, nýgefið af presti þar, DI
IV 48.
„ í Þykkvaskógi, DI IV 164, en er nefnt skript, DI
VII 76.
„ á Kolbeinsstöðum, DI IV 181.
1461 á Urðum, DI V 259.
„ (1500) á Möðruvöllum í Eyjafirði, DI V 308.
[1470] á Kvennabrekku, DI V 596. Lagt til af síra Magn-
úsi.
[1491—1518 eða fyrri], sbr. að framan, í Dagverðar-
nesi, DI VII 75.
1514 í Melanesi, DI VIII 519.