Saga - 1962, Side 144
480
MAGNtJS MÁR LÁRUSSON
er hluti af helgidagalöggjöf, er lýtur að almenningi, en
segir ekkert um það, hvert hátíðarstig messunnar er að
kirkjunnar venjum fyrir og eftir 1326. Alþingissamþykkt-
in mun fyrst og fremst vera afleiðing af því, að 1298 kom
af helgum dómi Magnúss í Skálholt, samkvæmt Konungs-,
Skálholts- og Flateyjarannálum. Norðlenzkir annálar virð-
ast ekki geta þessa, þ. e. Lögmanns- og Gottskálksannálar,
og eigi þótti heldur ástæða til að geta þessa viðburðar í
Laurentiussögu, sbr. kap. 48. Sú heimild tilgreinir aðeins,
að festum corporis Christi skyldi syngja hátíðlega sem
summum festum, því að það var þá nýlega flutt út af Jóni
biskupi Halldórssyni. „Var sú hátíð lögtekin á alþingi um
sumarit." Hátíð þessi, novum festum, er talin meðal minora
summa í Stokkhólmstextanum, er vitnað hefur verið til.
í raun réttri segir ekkert um það, hvort Corpus Christi sé
nýmæli algert. Það, sem segir, er, að hátíðarstigið eigi að
vera summum festum, en alþingi verður þá, sem afleið-
ing, að ákveða daginn sem festum fori.
Kristinn réttur nýi var settur af Árna biskupi Þorláks-
syni í Skálholti og samþykktur í því stifti 1275, en lög-
leiddur í Hólastifti fyrst 1354. Hins vegar hníga nokkur
rök til þess, að bæði Konungsbók og Staðarhólsbók muni
vera norðlenzkar. Ef til vill birtist þá í ákvæðinu um
Magnúsmessu fyrir Jól í Kristna rétti forna norðlenzkt
sérákvæði. Stifti gátu haft sín sérkenni. Ákvæðið vantar
í Belgsdalsbók, AM 158 B 4to, og 50 8vo, en Staðarfells-
bók hefur ekki kapitulann um messudagahald. Samt er það
einkenni ekki nóg eitt sér til þess að greina textann í sund-
ur í tvo hópa eftir stiftum. í því sambandi má minnast
þess, að í kaflanum um 15 daga hald hafa báðir megin-
textarnir Þorláksmessu, Grg. I 33, II 41. Og er átt við Þor-
láksmessu fyrir Jól. Virðist það snúa dæminu við og fsera
textann í syðra biskupsdæmið. Þá er athyglisvert, að 158 B
og 50 sleppa Þorláksmessu, sem Belgsdalsbók og gerir, en
hún hefur að auki ólafsmessu eins og Staðarfellsbók, sem
einnig hefur Þorláksmessu.