Saga - 1962, Side 145
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES 481
Jón Stefánsson Krabbe biskup í Skálholti lýsir 1464
óánægju sinni yfir því, að þar tíðkist ýmis konar helgi-
hald annað en það, sem Niðaróss orða mælir fyrir um, svo
sem „vm festa sanctorum þau sem ecki stannda in ordina-
Tl° suo sem er festa sancte thorlace eda johannis holensis
ok sancti magni“ — DI V 412. Þegar þetta langt var liðið
fram á miðaldir, var komin alls staðar rík viðleitni í þá
att að útrýma sérsiðum stiftanna og koma á siðum erki-
stólanna í hverju erkistifti. Jón Stefánsson Krabbe leyfir
t>ó t. d. að halda áfram að syngja heilögum Þorláki, Jóni
og Magnúsi, enda var honum ekki stætt á öðru.
En að hann hafi rétt fyrir sér, að söngur þessara dýr-
hnga standi ekki í Niðaróss orðu, sést á varðveittum orðu-
bókum komnum frá íslandi. í AM 679 4to, bl. 49 a, og 680 a
4to, bl. 73 a, eru fyrirmælin um tíðir og messu á Magnús-
óegi á vetur sett í spássíu með höndum, sem virðast geta
verið frá s. hl. 14. aldar eða um 1400, en í 680 a, bl. 54 b,
eru sams konar fyrirmæli um Magnúsdag á vor með sömu
hendi og bl. 73 a. 679 segir Árni til sín komið norðan úr
landi og hafa fylgt einhverri kirkju í Vöðlaþingi. Það er
þó reyndar svo, að 679 er úr Skálholtsstifti, eða hefur
a- m. k. verið þar, á s. hl. 14. aldar og þeirri 15.; sbr. DI
V 411—2, 413—4; VI 528—30, 530—1, 531. Um 680 a tek-
Ur Árni ekkert annað fram en að hann hafi eignazt bók-
lna 1704 og að hún sé með áföstu staðfestingarbréfi Jóns
biskups Stefánssonar, sbr. DI V 411—2, 414—5. Þetta er
bó sameiginlegt einkenni við 679.
Séu nú framangreind fyrirmæli athuguð, þá kemur í
ljós, að liðir messunnar á Magnúsdegi á vor í 680 a eru
beir sömu og í AM 670 f 4to, sbr. Icel. s. III, 327—30, að
slepptri sekvenzíunni og offertorium. I Missale Nidrosi-
^se 1519 eru þeir ekki að öllu hinir sömu, né heldur í
reviarium Aberdonensis, sem að þessu er mjög fjarskylt.
yrirmælin í 680 a enda á að gefa til kynna, að dagurinn
Se sO'midupplex. í Missale Nidrosiense er hann duplex eins
°g í Brev. Aberd. f kalendaríinu AM 249 e fol. er semi-
Saga — 31