Saga - 1962, Síða 149
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
485
inagni comitis. Elzta bréfið, er hefur norrænu myndina
dux, er gefið út á Kirkjubóli í Langadal 1502: a(nte)
ffestum magne duces et martiris. Hins vegar kemur dux
begar fyrir í AM. 249 c fol. um miðja 13. öld.
Hér skal ekki rætt nánar, hvort Magnúsmessa á vor
hafi verið duplex eða simplex á öllu landinu; hvort tveggja
hefur níu ræðinga. En Magnúsmessa á vetur er sem slík
festum fori, en kirkjulega er messa hins dýrlings dagsins,
e. Luciu, simplex ix. lectionum. Er því spurning enn,
aður en allar heimildir eru fullkannaðar, hvort Magnús
hafi þá haft commemoracio í Luciumessu, eða Lucia í
Magnúsmessu.
Af framangreindu máli er þá auðséð, að Magnúsmessur
háðar hafi tíðkazt á landi hér. Og ekki einvörðungu Magn-
úsmessa fyrir Jól, þótt Alþingissamþykktin 1326 tilgreini
eingöngu þá messu, en samkvæmt skýringunni á undan er
hún hækkuð í tign, að því er snertir hina almennu helgi-
dagalöggjöf, en er ekki nýmæli að líkindum.
Hað leikur ekki vafi á, að ártíð hans hafi verið talin
16. apríl og upptökudagur 13. desember, enda í fullu sam-
r3emi við aðrar heimildir.
Hins vegar er dánarár hans á reiki.
Heimildir um það er að finna í Orkneyingasögu í Flat-
eyjarbók, Magnúss sögu hinni lengri, Magnúss sögu hinni
hkemmri, og þar þó óbeint, og í Breviarium Aberdonensis.
Enn fremur í annálum. Mál þetta verður flóknara við það,
vikudagurinn er tilgreindur í Magnúss sögu hinni lengri
vivegis auk þess sem hann er tilgreindur í Breviarium
berdonensis, og öll þrjú skiptin sem mánudagur, þótt
eigi komi heim við almennan tímareikning, eins og dánar-
aiið er gefið upp þar. Hinn 16. apríl 1104 er laugardagur
yHr páska, en t. d. 1106 er hann mánudagur (e. 3. sd.
e- P-). Af öðrum ástæðum getur dánarárið eigi orðið svo
snemma.
Eyrst verður að benda á nokkrar þýðingarmiklar stað-
reyndir í sambandi við textana.