Saga - 1962, Blaðsíða 151
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES 487
ari af manndrápsmanni, —•“, ibid. I 249. Magnúss saga in
lengri notar einnig textatýpu Flateyjarbókar, sem greini-
lega kemur fram í ársetningu dauða jarls, og mun síðar
bent á hugsanlega leiðréttingartilraun.
Að texti Magnúss sögu lengri sé norðlenzkur, sést glöggt
á því, að meðal þeirra, sem sagan nefnir „styrka stólpa,
hina helgustu forgöngu-menn heilagrar kristni1, eru „blez-
aðir biskupar Johannes ok Thorlacus". En í þriðja kapi-
tula eru ættir Magnúsar Eyjajarls og Jóns helga raktar
saman, og er Magnús sjötti maður frá Síðu-Halli, en Jón
fjórði. Og í kaflanum, sem greinir frá líflátsdegi Magnús-
ar, segir meðal annars, að „þat var á dögum Paschalis páfa
annars með því nafni ok hins heilaga Johannis Hóla-bisk-
ups á íslandi". Allt er þetta glögg ábending um það, að
textinn er ættaður úr Hóla-stifti. Þar var helgi Jóns skör
hærri en Þorláks samkvæmt Stokkhólms-orðu: ártíðin
summum festum, en upptaka majus du'plex. Þorláksmess-
urnar voru þar aðeins mediocria dwplicia. í því sambandi
má minnast þess, að Magnúss saga einhver var til í Möðru-
vallaklaustri 1461, en lengri sagan er allmjög „munka
kennd“.
Magnúss saga skemmri hefur varðveitzt á skinnbók frá
bví um 1400; frá Skálholti, að því að talið er. Sú saga end-
ar á jartein, sem á að hafa gerzt, er maður að nafni Eld-
járn Varðason varð bjargþrota vor eitt, en hann „bjó
norðr í Kelduhverfi“. I hörmum sínum hét hann sex dægra
föstu „bæði fyrir ólafs-messu ok Magnúss-messu“. Magn-
as Eyjajarl birtist honum þá í draumi og sagði honum, að
Ólafur konungur hafði heyrt bæn hans „ok heit þat, er þú
hézt á okkr til heilsu-bótar þér. En hann sendi mik híngat
gefa þér heilsu, því at kona hét á hann vestr í Fjörðum,
°k fór hann þangat at gjöra hana heila“. Áttatáknanir
bessar eru athyglisverðar. Annars vegar er „norðr í Keldu-
hverfi“, hins vegar „vestr í Fjörðum“. Þetta gæti virzt
gefa til kynna staðsetning skrifara austan Skjálfanda-
fljóts, en vestan Reykjaheiðar, en vart sunnan Aðaldals.