Saga - 1962, Side 152
488
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
Þá má minnast, að Magnússkirkja stóð í Húsavík, en á
Þönglabakka Ólafskirkja, sem og var helguð með Guði
Pétri, Andrési, Magnúsi og Nikulási; sbr. að framan. Og
aftur má minnast, að Magnúss saga var til á Húsavík
1394. Skemmri sagan er í þeim einfalda stíl, sem hæfa
myndi til lestrar í sveitarkirkju á 13. öld. Næsta saga í
skinnbókinni aftan við Magnúss sögu er Jóns saga helga.
Það er því eigi fráleitt að láta sér detta í hug, að textinn
sé fenginn norðan úr landi. Það skal þó tekið fram, að í
Sturlungu kemur fyrir, að sagt er: vestur í fjörðu, en átt
við Vestfirði. Það er sennilega rétt að líta svo á, að Magn-
úss saga hin skemmri sýni eldri norræna gerð Magnúss
þáttar en Orkneyingasaga og lengri sagan. En þá hefur
Vita Magni eftir Rodbert meistara e. t. v. verið allmjög
löguð til í þýðingunni.
Hér skal tekið eitt samanburðardæmi milli allra texta,
sem völ er á, en sameiginlegt orðalag norrænu textanna
auðkennt:
I ollum hlutum hellt hann rikuliga guds bodord, þiade
sinn likama i mörgum hlutum, þeim er i hans lofligu lifve
voru birtir firir gude, en leynt firir monnum. Synde hann
þa radagerd sina, at hann bat ser æinnar meyiar hinnar
dyrdligstu ættar af Skotlande, ok drak brudhlaup
til. Bygde hann x vetr hia henne, svo at hann spillti
hvorskis þeirra losta ok var hræinn ok fleklaus allra
saurlifis synda; oker hann kende freistne a ser,
þá for hann i kallt vatnn ok bat ser fulltings af gude.
(Orkn. 110, Icel. s. I 75.)
Magnúss saga in lengri: 7 öllum hlutum hélt hann ríkt
guðs boðorð, ok var meinlætissamr við sik. Margir ágætir
vóru þeir hans mannkostir, er hann sýndi sjálfum guði,
en leyndi mennina. En með því at hinn heilagi Magnús
jarl hafði ríki ok stjórn yfir veraldar-fólki, þá vildi hann
líkjast heimligum siðum veraldligra höfðíngja; fékk hann
sér ok fastnaði eina ríkborna júngfrú ok hina skærustu
mey af hinum tignustum Skotlands höfðíngja ættum,