Saga - 1962, Side 160
496
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
sér stað og fær öll atburðarásin nægt tímarúm. Með þessu
móti er öllum heimildum fullnægt, ekki minnst þeirri, er
tilgreinir vikudaginn, en það hlýtur að hafa grópazt mjög
svo í minni þeirra manna, er telja að viknatali, sem vest-
norrænir menn hafa ætíð gert. Hins vegar vottar ekki
fyrir tímaákvörðun miðað við páska í brevíartextanum,
en önnur tímaákvörðun er þar mikilvæg. Þar er sagt, lectio
sexta, III 312, sbr. 304, að komin væri sú stund, er prestur
sýnir Guðslíkama í umbreyttu brauði og víni, er ruðzt var
í kirkju og Magnús dreginn út. Þetta gæti gefið til kynna
í meðvitund manna, að um sunnudag væri að ræða. Og
þannig skapað árið 1116, er menn fóru að reikna það upp-
Um þetta atriði er missögn milli hinna íslenzku heimilda.
Magnúss saga in lengri styðst um þetta atriði við brevíar-
textann, sbr. I 263. En Orkneyingasaga og Magnúss saga
in skemmri skýra svo frá, að Magnús hafi sótt til kirkju,
er hann varð var við svik Hákonar, og dvalizt þar á bæn
um nóttina, en um morguninn hafi hann farið úr kirkju
við þriðja mann í leyni nokkurt. Orkneyingasaga segir af-
dráttarlaust í innskoti, að hann hafi látið syngja sér messu
á meðan hann dvaldist þar, en aðaltextinn, að hann hafi
farið þangað til bænar, Orkn. 115 og 118, Icel. s. I 288,
sbr. Orkn. 118 og Icel. s. I 80, sem setur: „Þat segia sumir
menn, at hann tæki corpus domini þa er honum var mess-
an sungin.“ Magnúss saga in skemmri orðar það varlega:
„Svá segja sumir menn, at Magnús jarl léti segja sér
messu, áðr hann gekk frá kirkjunni, ok tæki Corpus do-
mini.“ Því næst heldur frásagan áfram í Orkneyingasögu
og Magnúss sögu inni skemmri með nokkrum ólíkindabl®
helgisagnakenndum, því er Magnús sá eftirleitina, kallaði
hann og sagði til sín. Hann leitar þá píslarvættisins, seiu
og varð. Hin eðlilega frásögn virðist fólgin í brevíartext-
anum, og virðist Magnús hafi leitað kirkjugriða, er hanu
varð var liðsmunarins, en kirkjuhelgin var eigi virt. Eu
friðbrotið var þeim mun meira sem það var drýgt meðan
á messu stóð. Hins vegar er einnig eðlilegt, að Magnús léti