Saga - 1962, Blaðsíða 162
498
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
verið til að minnka helgi hans, að heilagur dómur Magnús-
ar væri þá úr jörðu tekinn. 1136 er hinn 13. desember
föstudagur. Því miður er það staðreynd, að enginn sér-
stakur vikudagur var ætlaður til upptöku helgra dóma. Af
vikudeginum má þá ekkert ráða. Þar við bætist, að helgi
hinnar heilögu Luciu hefur krafizt hátíðar þennan dag
alla vega, á hvaða vikudag sem hann bæri.
Nú rís spurningin um það, hvernig Magnúss-dýrkunin
hafi borizt hingað. Það er sæmilega öruggt, að það hafi
gerzt fyrir 1200. Má þar, auk framanritaðs, minnast
Rannveigarleiðslu í Guðmundarsögu biskups. Þar gefur
söguritari í skyn, að Ólafur helgi, Hallvarður og Magnús
jarl hafi verið tignaðir meir í lok 12. aldar en þá, er sagan
er rituð. Eftir að hinir innlendu dýrlingar hafa verið sam-
þykktir, beinist athygli almennings einkum að þeim, og
vinna þeir fljótlega á. En á meðan þeir norrænu dýrlingar
ólafur konungur, Magnús jarl og Hallvarður eru einráðir,
þá hafa óhjákvæmilega verið þekktar sögur af þeim og
jarteinir. Það var óhjákvæmileg afleiðing af dýrkun
þeirra, sem og var bundin sér í lagi við messudaga þeirra,
og veitti kirkjan eins og henni var skylt fræðslu um þá>
meðal annars í ræðingunum í tíðagerðinni. Enn fremur
hefur kunnugleiki farmanna og ferðamanna orðið til þess
að auka þá þekkingu, hafi hann ekki orðið til þess að knýja
fram tignun dýrlinganna.
Það er nokkurt íhugunarefni, að til Rögnvalds jarls kala
komu tveir Islendingar auk Halls Þórarinssonar og dvöld-
ust með honum langvistum, að því er virðist. Annar hét
Oddi hinn litli Glúmsson og var breiðfirzkur. Hinn hét Ár-
móður. Og er þá farið eftir texta síra Magnúsar Ólafsson-
ar í Laufási 1632. Ármóðr er heldur sjaldgæft nafn. Einu
þeirra fáu Ármóða, sem nefndir eru, var Ármóðr hinn
gamli, sonur Þorgríms í Þykkvaskógi. Hann mun hafa ver-
ið uppi á s. hl. 10. aldar. Ósjálfrátt reikar hugurinn til
kirkjunnar í Þykkvaskógi, þótt engum tengslum verði við