Saga - 1962, Side 163
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
499
komið. Með Sveini Ásleifarsyni dvaldist íslenzkur maður
að nafni Eiríkur, sem víst eru vituð á lítil deili.
Rögnvaldur jarl tók sér far heim á kaupskipi, er átti
Þórhallur Ásgrímsson. Segir, að hann átti bú suður í Bisk-
upstungum, sem gseti verið áttatáknun höfundar eða
skrifara. Hér er vert að benda á, að 325 I hefur að geyma
eftirtektarverðan leshátt. Þar sem normaltextinn, (332,
0 og F), setur: hann var islenckr maþr ok kynstórr ok
atti hu suþr i Byskupstungum (F: tungu byskups), hefur
325 í stað ok kynstórr forsetningarliðinn: at lcynsloþ, sbr.
Orkn. 262. Þessi lesháttur virðist erfiðari og gæti verið
upprunalegri; z (et) kynni að vera mislesið fyrir at, en
hátt s bundið við 1 stappar nærri st og svo mislesið og úr
kynsloþ verður kynstoR, hafi þ verið slitið. Sé lesháttur
325 I tekinn fram yfir hina verður setningin í heild stíl-
hreinni. Má vera, að orð Flateyjarannáls (og Konungs-
annáls) 1168 og 1169 hafi ýtt undir hinn hugsanlega mis-
lestur og jafnvel skapað afbrigði Flateyjarbókar: tungu
hyskups, sem gefur í skyn Bræðratungu og Biskupstungur
í senn. Gæti verið, að aukasetningin síðasta sé viðbót ann-
arrar handar.
Enn fremur kom Rögnvaldur eitt sinn (1154) á Knair-
arstaði, er Bótólfur begla bjó þar, íslenzkur maður og
skáld gott. Jörðin var reyndar eitt af eignarlöndum jaxls
°g hggur vestan við Scapa Flow við lendingu þar.
Það er sjálfsagt ekki nema tilviljun, þegar jartein úr
Jóns sögu helga skýrir frá, hvað fram kom við Bótólf nokk-
Urn farmann, er bjó skip sitt til íslands, en hreppti myrkva
í hafi 0g tók loksins Gáseyri. Og næsta jartein á undan
skýrir frá, að kaupmenn fóru á tveim skipum af Orkneyj-
Urn> en hrepptu stillur og þokur. Loks fór svo, að annað
skipig kom á Eyrar, en brotnaði í spón; hitt skipið tók loks
höfn í Dögurðamesi. Jarteinir þessar er ekki hægt að ár-
®etja, og þær eru tengdar Jóni helga. Þær hafa því að lík-
indum gerzt í fyrsta lagi um 1200, og þá ætti Bótólfur
hegla að vera dauður. Bótólfur farmaður, er jarteinin