Saga - 1962, Side 164
500
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
nefnir, kynni hins vegar að vera sá, er flutti Guðmund
góða biskupsefni til vígslu.
Allir fslendingar þessir þekktu Magnúss-helgina um
miðja 12. öld og ugglaust margir fleiri. Því um Orkneyjar
virðast skipaleiðir hafa legið þá eins og nú og verið fjöl-
farnar.
Nú vill svo til, að elztu frásagnir Sturlungu, aðalheim-
ildar til þekkingar á sögu þjóðarinnar á 12. og 13. öld, ger-
ast í Húnavatns- og Dalasýslum aðallega. Þær gefa því
ekki raunverulega mynd af sögunni á öllu landinu, eins og
hún hefur gerzt. Það er þó eftirtektarvert, að á Staðarhóli
er um 1150 prestur, Ljúfini að nafni. Heitið er engil-
saxneskt. Og þá er í Hvammssveitinni maður óeirinn, að
nafni Aðalrikur Gunnfarðsson prests; hvort tveggja eru
engilsaxnesk nöfn. Hér er og mögulegt að tengja við Bret-
landseyjar með einum eða öðrum hætti. En í sömu heim-
ild, Sturlu sögu, sem greinir frá þessum mönnum, er getið
Magnúsmessu fyrir Jól, svo sem áður er nefnt. En það er
í sambandi við tíðasókn að Hvoli í Saurbæ um miðja 12.
öld'. Og búið er að nefna, að fslendinga saga miðar dánar-
dag Einars Þorgilssonar við Magnúsmessu. Við það gæti
vaknað grunur um, séu leshættimir upprunalegir, að
Sturla Þórðarson hafi eitthvað vitað til dýrkunar Magn-
úsar jarls, og verður sá grunur að vissu, þegar litið er í
sögu Hákonar gamla, þegar skýrt er frá draumi Alexand-
ers Skotakonungs, þá er Magnúsi Eyjajarli lýst. Hann er
sagður grannvaxinn og drengilegur og allra manna fríð-
astur og tigulegastur. Bein Magnúsar jarls í dómkirkj-
unni í Kirkjuvogi sýna, að hann hefur verið grannvaxinn
meðalmaður. Gæti Hákonar saga bent til meiri og raun-
verulegri þekkingar en fram kemur í Orkneyinga sögu, er
segir: Aller voru þeir mykler olc sterker, Orkn. 91, lcel. s.
1 62. í Magnúss sögum virðist þetta ekki koma fram. Jar'
teinin úr Kelduhverfi telur Magnús þó fríðan. Þegar skýrt
er frá sótt Hákonar gamla og andláti, þá er skrín Eyja-
jarls nefnt og Hákon jarðsettur á gráðunum fyrir frain-