Saga - 1962, Blaðsíða 167
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES 503
syni á Helgafelli, en mjög sterkar líkur mæla með því, að
þetta sé slitur af skinnbók síra Magnúsar. Þótt Magnúss
snga in skemmri hafi varðveitzt á skinnbók, sem virðist
komin frá Skálholti, þá er síðasta jarteinin, sem henni
fylgir, í öllu falli þingeysk. Meginheimildir eru að þessu
leyti einnig tengdar Norður- og Vesturlandi. Jón Helgason
prófessor hefur bent á, að handritageymd af fyrrnefndu
svæði virðist stórum betri en úr öðrum landshlutum. Hér
getur þá verið um samsvörun að ræða við aðrar niðurstöð-
ur þessarar athugunar, vegna nokkurrar tilviljunar. En
begar á heildarmynd er litið, þá stendur eftir sem áður
éhaggað, að dýrkun Eyjajarls er aðallega bundin Vestur-
°g Norðurlandi.
STYTTINGAR
Þl = Diplomatarium Islandicum.
= Diplomatarium Orcadense et Hialtlandense, I, London 1907—13.
?rg- = Grágás I—III, útg. Vilhjálmur Finsen, Khöfn 1852-83.
= íslenzk Miðaldakvæði, útg. Jón Helgason, Khöfn 1935-8.
Icel- s. = Icelandic Sagas, Vol. I, Orkneyinga Saga and Magnus
Saga, ed. Guðbrandur Vigfússon, London 1887. Ibid. Vol. III,
transl. by G. W. Dasent, London 1894.
Ofkn. = Orkneyingasaga, útg. Sigurður Nordal, Khöfn 1913-16.