Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 17

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 17
urnar, og nokkrir sænsku piltanna buðu ís- lenzku stúlkunum upp. Báðu Svíarnir okkur að syngja fyrir þá íslenzk lög, og gerðum við það. Eitt atriðið í dansinum var það, að allt dansliðið skipaði sér í stóran tvöfaldan hring, og studdu stúlkurnar höndum á herðar pilt- anna, og þótti sænsku stúlkunum íslenzku piltarnir vera stórir, því að þær þurftu að halda höndunum hátt til að ná vel upp á herðar sumra þeirra. Hélt gleðskapur þessi áfram fram á nótt. Laugardaginn 6. júlí var farið til „Drottn- ingholm“ um kl. 10 f. h. með ferjuskipi. Auk Anderssons, fulltrúa Norrænafélagsins, voru nokkrir sænskir stúdentar í fylgd með okkur. Á ,,Drottningholm“ skoðuðum við hina glæsilegu konungshöll, sem þar er, og enn- fremur fornt leikhús, sem tilheyrir konungs- höllinni. Klukkan 1 var borðaður hádegisverður á „Drottningholms várdshus“. Síðan var hald- ið með skipinu aftur til Stokkhólms. Um klukkan 3,30 skoðuðum við hinn gamla borgarhluta Stokkhólms, eða „Gamla Stad- en“, eins og Svíar nefna hann, og var þar margt merkilegt að sjá. Um kvöldið hélt „Foreningen Norden (Norrænafélagið) og „Samfundet Sverige- Island“ okkur veizlu í „Berns salonger“, sem er einn af fínustu veitingastöðum borgarinn- ar. Sunnudaginn 7. júlí um kl. 9,40 f. h. fór- um við með járnbrautarlest til hins fræga háskólabæjar Uppsala. Við vorum rúmlega klukkustund á leiðinni þangað. í Uppsölum skoðuðum við hina fornu konungshöll Vasakonunga, dómkirkjuna og háskólann. Fór mestallur dagurinn í að skoða þessar byggingar og bæinn yfirleitt, því að margt var að sjá og merkilegt. Kl. rúmlega 5 e. h. var lagt af stað til Stokkhólms aftur. Um kvöldið snæddum við kvöldverð í veitinga- húsinu ,,Drotten“, Drottninggata 82. Um kl. 9 lögðum við af stað með næturlest áleiðis til Málmeyjar, og kvöddum við Anderson og sænsku stúdentana á járnbrautarstöðinni. Frá Málmey var ráðgert að fara sjóleiðis til Kaupmannahafnar. Næturlestin hélt nú áfram ferð sinni alla nóttina. Svefnklefa höfðum við engan, en hreiðruðum um okkur eftir beztu getu í sæt- unum, en þau voru fóðruð, svo að líðanin var nú ekki svo afleit. Um nóttina varð sumum tíðlitið út um glugga lestarinnar, en þar blasti við fagurt landslag, þar sem skiptist á grassléttur, skóg- ar, hæðadrög og spegilslétt vötn, og yfir það varpaði máninn sínu fölleita skini, en á þess- um slóðum er ekki bjart um nætur í byrjun júlímánaðar eins og á íslandi. Snemma um morguninn 8. júlí komu toll- verðir inn í lestina til að athuga farangur farþeganna, því að nú vorum við að nálgast Málmey, en sænsk lög mæla svo fyrir, að ekki megi flytja úr landinu ýmsar vöruteg- undir, t. d. fatnað, silfurmuni, muni úr ryð- fríu stáli o. s. frv. nema með sérstöku út- flutningsleyfi. Þeir, sem keypt höfðu fatnað, fóru í hann, áður en tollverðirnir komu inn, og tóku enn- fremur af honum vörumerkin, svo að síður væri hægt að halda því fram, að hann hefði verið kevptur í Svíþjóð. Piltarnir, sem keypt höfðu rýtinga úr ryðfríu stáli, festu þá við belti sér og földu innan jakkanna. Ýmsir smámunir úr silfri voru og faldir vandlega. En öll þessi fyrirhöfn hefði verið óþörf, því að tollverðirnir voru ósköp meinlausir og gáðu aðeins í örfáar töskur hjá okkur stúdentunum og tóku allt trúanlegt, sem við sögðum þeim. Þegar til Málmeyjar var komið, fórum við rakleitt um borð í skipið, sem við áttum að fara með yfir sundið til Kaupmannahafnar, en það lagði af stað skömmu eftir komu lestarinnar. Nokkru fyrir hádegi komum við til höfuð- borgar Danmerkur, Kaupmannahafnar. Tóku þar á móti okkur prófessor Niels Nielsen, sem er formaður félagsins Dansk-Islandsk Samfund, og formaður hins íslenzka stúdenta- félags í Kaupmannahöfn, Guðni Guðjónsson magister. Hafði okkur verið búinn dvalarstaður í SKÖLABLAÐIÐ 15

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.