Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 18

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 18
skóla nokkrum, sem heitir „Nyboder Skole“, og var nú fyrst haldið þangað, svo að við gætum komið okkur fyrir þar. Síðan var okkur boðið til hádegisverðar á stúdentaheimili hins danska stúdentafélags. Þar voru einnig saman komnir íslenzkir stúdentar, sem stunda háskólanám í Kaup- mannahöfn. Fluttu þar ræður þeir prófessor Jón Helga- son, Guðni Guðjónsson magister, prófessor Niels Nielsen og Pálmi Hannesson rektor, og mæltist þeim öllum stórvel. Að borðhaldi loknu var haldið um borgina til að skoða ýmsa merka staði, þar á meðal ýmsa þá staði, sem tengdir eru sögu íslendinga, sem dvalizt hafa í Kaupmannahöfn. Þá var háskólinn skoðaður og síðan Frúar- kirkjan. Seinna um daginn var dýragarður- inn skoðaður, og gaf þar að líta allar hugs- anlegar dýrategundir, sem maður gat látið sér detta í hug. Um kvöldið fórum við til ýmissa skemmtistaða eftir því, sem löngun hvers og eins stóð til. Urðum við hvergi vör við neinn kala í okkar garð,hvar sem við komum, þótt margir hefðu hvíslað því að okkur hérna heima á Islandi, að ekki mund- um við hljóta hlýlegar móttökur í Danmörku. Varð nú samt reyndin allt önnur, því að öll alþýða manna virtist vingjarnleg í okkar garð. Islenzkir stúdentár, sem stunda háskóla- nám í Kaupmannahöfn, og ýmsir Danir, sem við áttum tal við, sögðu okkur, að mörg dag- blöðin hefðu að vísu þyrlað upp talsverðum áróðri á móti Islendingum í sambandi við skilnaðarmálið, en sá áróður hefði ekki rist djúpt í huga danskrar alþýðu og eitt dag- blaðið, þ. e. „Land og Folk“, blað danskra kommúnista, hafi ávallt verið sanngjarnt í garð íslendinga. Þriðjudaginn 9. júlí buðu Islendingafélagið, Dansk-Islandsk Samfund og Islenzka stúd- entafélagið okkur í ferðalag til Norður-Sjá- lands. Lagt var af stað um morguninn í bif- reiðum. Á leiðinni var komið við í kirkjugarði nokkrum, en þar er grafinn hópur danskra 16 ættjarðarvina, sem Þjóðverjar myrtu alla í einu. Lögðum við blómsveig á grafreit þeirra, og flutti rektor við það tækifæri snjallt ávarp til minningar um hinar föllnu hetjur. Var síðan ferðinni haldið áfram og stað- næmzt aftur hjá hinni fornu konungshöll, „Frederiksborg". Er þetta stór bygging og að innan skrýdd fjölda listaverka. Hádegis- verður var snæddur í veitingahúsi á baðstað nokkrum við sjó, og notuðu þá sumir tæki- færið og fóru að synda í sjónum, sem var volgur, enda var heitt í veðri. Gott þótti okkur hið danska „Smörrebröd“ (smurt brauð með miklu áleggi), og góður er danski bjórinn, Carlsberg og Tuborg. Síðar um daginn komum við til Kronborg- ar, sem er kastali mikill við Eyrarsund. Fór- um við upp í stærsta turn kastalans og nutum þaðan góðfe útsýnis yfir nágrenni hans. Var síðan gengið um salarkynni kastalans og hann skoðaður nánar. Ennfremur var farið niður í dýflissu, sem er í undirgöngum kastalans og notuð var fyrr á tímum. Er við höfðum lokið við að skoða kastal- ann, var ferðinni haldið áfram til Kaup- mannahafnar. Staðnæmst var í „Dyrehavsbakken“, sem er í einu úthverfi borgarinnar, og þar fórum við í útileikhús. Síðan fóru flestir í Tivoli í „Dyrehavsbakken", og skemmtu mennsérþar eftir öllum kúnstarinnar reglum í hringekj- um, í draugalestum (en það voru vagnar, sem fóru inn í mvrkragöng, þar sem voru alls konar tæki til að gera menn hrædda), á danspöllum o. s. frv. Þegar einn stúdentanna kom á einn af hinum mörgu dansstöðum, sem þarna eru, vakti hin hvíta stúdentshúfa hans þegar mikla athygli, og ávörpuðu hann þá nokkrir Danir, er sátu við borð, og spurðu hann, hvaðan hann væri. Er þeir heyrðu, að hann væri íslendingur, buðu þeir honum samstund- is að fá sér sæti og þiggja veitingar, og tók stúdentinn boði þeirra. Tóku þeir þá að spyrja um ísland og Is- lendinga, og kváðust þeir ekki hafa búizt við, SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.