Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 43

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 43
Önnur þeirra var einmitt dökkhærða daman mín í svona dæmalaust fallegu rauðu pilsi. Þið getið nú bara rétt ímyndað ykkur, að ég lagði mig allan fram við ,,spiliríið“, enda var lagið: „Bansi, dansi dúkkan mín“, sannköll- uð perla í tónbókmenntunum. Ég lygndi aftur augunum á vixl, eins og ég hafði séð fullorðna fólkið gera, og leit í djúpu, brúnu augun hennar.. Ég sá, að þau sögðu: ,,Þú spilar yndislega, vinur minn!“ og ég veit það, að hún sá í grænu augunum mínum: ,,Þú dansar yndislega, vina mín!“ Þessi sæla þarna í sólskininu var því kaup kaups. Svo þegar hljómleikunum var lokið, var klappað ákaft, svo að jafnvel mömmurnar, sem voru víðast í stórþvotti úti í vaskahús- unum til að nota þurrkinn, ráku út höfuðin til að vita, hvað um væri að vera. Ég var kallaður fram hvað eftir annað, og augun í mér tindruðu þegar ég hneigði mig. En hámarki náði hrifningin, þegar dökkhærða daman mín, svona líka sæt og fín, labbaði upp tröppurnar og rétti mér blömvönd úr baldursbrám, en hún misskildi hlutverk sitt algerlega og hneigði sig fyrir áheyrendum um leið og ég. — Þá var ég sæll. Þá var nú gam- an að vera krakki. Tveim árum seinna kom í ljós, að daman mín dökkhærða hafði laskazt í hryggnum. — Það var ekki hryggbrot, en þeir kölluðu það hryggskekkju — og þá fékk ég mér aðra ljóshærða. En alltaf minnist ég þó baldurs- bránna, sem hún gaf mér þarna á hljómleik- unum. Svo var það nokkrum dögum síðar, að Óli, vinur minn, kom inn á skrifstofuna mína í kompunni undir útidyratröppunum — og það m. a. s., þegar ekki var viðtalstími. Þetta var voðaleg ókurteisi, og ég og dam- an mín, sem einmitt vorum í mömmuleik og nýbúin að drekka morgunkaffið, kunnum þessu afar illa. En af því að Óli var vinur minn, þá spurði ég svona rétt ,,sí svona“, hvort það væri áríðandi? Já, hann hélt nú það. Hann vildi fá mig strax á ráðstefnu út af afar mikilsverðri flugu, sem hann hafði nýverið fengið í höfuð- ið. Ég bað dömuna mína að hafa mig afsak- aðan augnablik, en hún hélt nú, að það gerði ekki stórt, því að hún ætlaði hvort sem væri að fara að huga að miðdagsmatnum, en við vorum í mömmuleik, eins og þið munið. Við Óli settumst út á svalirnar á skrifstof- unni, þ. e. a. s. út á tröppur og Óli hóf mál sitt. ,,Ja, mér datt svona í hug, hvort ekki væru alltof margir menn til í heiminum.“ Ég klóraði mér bak við eyrun og hnyklaði brúnirnar. Þetta var bara anzi snúið. „Það er nokkuð til í þessu,“ sagði ég eftir dálitla umhugsun. „Það væri hreint ekki svo vitlaust að hafa færra fólk í heiminum.“ „Já,“ sagði Óli. „Ættum við þá bara ekki að fækka því?“ „Ha,“ sagði ég. „Drepa það?“ — „Ja, bara alveg eins og þú vilt helzt.“ „Nú, hvað skal segja. Skjóta alla menn í heiminum nema mig og þig?“ „Já.“ „Ertu alveg?“ sagði ég. „Já,“ sagði Óli, og mannúðin kom upp í honum. „Ja, við gætum nú t. d. látið hana Diddu þína lifa.“ Og þar átti hann við dökk- hærðu dömuna mína. — Ég var til í það, a. m. k. fram yfir miðdagsmatinn. „Já, og svo vini okkar og kunningja, þú veizt, fjölskylduna," sagði Óli. „Ha, svo mörgum?“ „Já,“ sagði Óli, sem stamaði talsvert. SKÖLABLAÐIÐ 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.