Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 47

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 47
EyvindarstaJahjónin (Ástríður GuSmundsdóttir' og Sigmundur Magnússon). hin fyrsta tilraun í þá átt hér á landi. Önn- ur frumsamin leikrit, sem athygli vöktu, voru: Brandmajórinn eftir Einar Hjörleifs- son og önnur fyrsta revya, sem sýnd var hér í Reykjavík: Præsens eftir Þórð Sveins- son, lækni, sem þá var raunar útskrifaður úr skóla (1901). Bæði þessi leikrit eru glötuð. I síðari flokknum eru þýðingar Magnúsar Grímssonar, það af þeim, sem varðveitst hef- ur, merkar, og afbragðsgóð þýðing á Andbýl- ingunum er komin úr skólanum 1899 eftir þá skólapiltana: Stefán Björnsson, Svein Björns- son og Björn Magnússon. Nærri má geta, að það hefur verið hinum ungu mönnum bezta æfing að glíma við þessi viðfangsefni, semja og þýða leikrit, og er eftirsjón í því, að hin síðari árin hafa nemendur skólans allajafn- an seilst eftir leikritum, sem aðrir lögðu upp í hendurnar á þeim, en þeir unnu ekki að sjálfir. Engum blöðum er um það að fletta, að ís- lenzkri leiklist hefur staðið hin mesta gifta af þcirri leiklistarviðleitni, sem þróaðist í skólanum. Ýmsir beztu leikendur hér í Reykjavík og ágætir leikritahöfundar eins og Indriði Einarsson og Einar H. Kvaran gengu í þjónustu Thalíu á skólaárunum. En þýðingarmest fyrir leiklistina hér á landi hefur það fyrr og síðar verið, að f jölmargir ágætir menntamenn fengu áhuga fyrir leik- listinni vegna þátttöku í skólaleikjum annað hvort á leiksviði eða áhorfendabekk, en síðar á lífsleiðinni urðu þeir iðulega hvatamenn að sjónleikjahaldi víðsvegar um landið. Liggur það í augum uppi, að áhrifin frá skólaleikjun- um hafa á þennan hátt orðið mikil og náð víða. Sennilega er engin hætta á því, að skóla- leikurinn takist með öllu af, jafngömul „tradi- tion“ og æruverð. En það ú ekki að halda líf- inu í skólaleiknum fyrir það eitt, að hann er elzta minni um leiklist hér á landi. Á þessum miklu skipulagningartímum er ef til vill ekki úr vegi að benda á, að það þarf að skipuleggja skólaleikinn, ætla honum rúm innan kennslu- kerfis skólans. Þeir nemendur, sem þátt hafa tekið í skólaleiknum, munu sanna mál mitt: þeim stundum, sem hnuplað var frá náms- greinunum til að æfa og undirbúa skólaleik- inn var ekki illa varið. Þær gáfu í aðra hönd: einurð til að koma fram fyrir fjölda fólks, æfingu í að beita röddinni, þekkingu á klass- iskum ritum eða nútímabókmenntum, sjálfs- aga, samvinnulipurð og félagslyndi. Og síðast en ekki sízt: þær gáfu okkur einhverjar beztu endurminningarnar frá skóladögunum. Einar á Brekku — Enarus Montanus (Jón Magnús- son). 8KÖLABLAÐIÐ 45

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.