Morgunblaðið - 12.12.2009, Síða 36

Morgunblaðið - 12.12.2009, Síða 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 RÍKISSTJÓRNIN tók nú á haustdögum ákvörðun um að bjóða út tvöföldun Suður- landsvegar milli Lög- bergsbrekku og Litlu kaffistofunnar. Fyrsti þingmaður Suður- kjördæmis hefur fagn- að ákvörðuninni og segir hana mikil tíma- mót. Í umræðu um vega- gerð þessa hefur margoft komið fram að í engu öðru landi væri tal- ið að umferðarþungi á Suðurlands- vegi kallaði á fjórbreiðan veg. Á þenslutímanum gagnaðist Vega- gerð og hinum hófstilltari mönnum í þjóðfélagsumræðunni lítið að benda á slík rök enda var andinn þá sá að allt skyldi einfaldlega vera stærst og flottast á Íslandi. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú sýnir hvað hófstill- ingin á enn langt í land í íslenskri þjóð- arsál. Nú kann einhver að spyrja hvort það sé ekki í öllu falli gott að ráðist sé í sem glæsilegasta fram- kvæmd þar sem öruggt má telja að breiðari vegir skapi meira öryggi. Sjálfur bý ég austanfjalls og fer leið þessa oft í viku hverri og ætti því að fagna. Staðreyndin er samt sú að ofur- áherslan á fjórbreiðan veg mun tefja um ófyrirsjáanlega framtíð að viðunandi vegbætur verði gerðar á allri leiðinni milli Selfoss og Reykjavíkur. Með því sem nú er lagt í hinn stutta spotta um Fóellu- vötnin mætti frekar laga stóran hluta ef ekki allan fjallveginn milli Kamba og Lögbergs. Þá væri ekki annað eftir í næsta útboð en þrí- breiður Ölfusvegur. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa lengi bent á að þríbreiður vegur á þessari leið er samkvæmt öllum alþjóðlegum stöðlum alger- lega fullnægjandi lausn og kostn- aðarmunur er ekki tvöfaldur eins og halda mætti við fyrstu sýn held- ur nær því að vera tífaldur. Þar munar mestu hvað kostnaður við mislæg gatnamót fjórbreiðra vega er miklu meiri en gerð venjulegra gatnamóta og hringtorga sem duga fullvel á þríbreiðum vegi. Ísland glímir nú við alvarlega fjármálakreppu og ljóst er að rekstur ríkissjóðs næstu árin verð- ur afar þungur. Allt bendir því til að framkvæmd eins og þessari verði lengi ýtt útaf borðinu, frestað um eitt ár í senn. Flestir munu telja það skynsamlegra en að ráð- ast í viðamikinn niðurskurð á heil- brigðiskerfi og félagsþjónustu. Leið þjóðarinnar út úr kreppunni liggur í gegnum ráðdeild og sparn- að. Baráttan fyrir fjórbreiðum vegi milli Selfoss og Reykjavíkur sýnir að stjórnmálamenn okkar eiga langt í land með að tileinka sér nýja tíma. Hófstilling í þessu máli gæti skil- að landsmönnum fullnægjandi um- ferðaröryggi á mun skemmri tíma en nú er stefnt að. Fjórbreiður Hellisheiðarvegur Eftir Bjarna Harðarson » Ofuráherslan á fjór- breiðan veg mun tefja um ófyrirsjáanlega framtíð að viðunandi vegbætur verði gerðar á allri leiðinni milli Sel- foss og Reykjavíkur. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali á Selfossi Í UPPHAFI ferils mannsins bjó hann í hellum, átti sín af- kvæmi sem mörg hver dóu ásamt móð- ur við óviðunandi að- stæður, þetta var um- hverfi sem þótti óviðunandi. Fljótlega komust menn að því að reisa mátti hýbýli úr torfi og grjóti (torfkofa), þetta var til bóta, en smá röskun fylgdi þessari aðgerð. Þá komust menn að því að það mátti reisa hýbýli úr trébjálkum (bjálkahús) þessu fylgdi skóg- arhögg og áhrif á umhverfið, en bætti líf fólks til muna. Þróunin hélt áfram, ýmis tækniþróun átti sér stað, með t.h. röskun á um- hverfi, lífskjör mannsins voru metin ofar röskun á umhverfi, þetta var eðlileg þróun. Svo komu bílar, skip, svo flugvélar til sög- unnar, allt hafði áhrif á umhverfið, samtímis vænkuðust kjör íbúa, veiði villta dýra hafði fylgt mann- inum frá örófi alda frá upphafi, og jafnvægi myndaðist í náttúrunni, allir voru sáttir, stundum féllu menn fyrir villidýrum, það var eðli náttúrunnar. Menn beisluðu gæði náttúrunnar með tækni sem tók stöðugum framförum, fallvötn voru virkjuð, heitavatnsupp- sprettur voru nýttar til upphit- unar svo og raforkuframleiðslu, hús voru byggð tækni innleidd, rafmagn lýsti upp hús og heitt vatn hitaði hýbýli, og allir voru sáttir. Verkfræðingar fóru að meta hvaða áhrif tilteknar fram- kvæmdir höfðu á lífríkið, jákvæðar og neikvæðar hliðar skoðaðar, ákvörðun framkvæmda var metin í hverju verkefni fyrir sig, og fag- legt mat réði ferð. Svo datt ein- hverjum pólitíkus það í hug að hann væri færari til að meta áhrif- in, án þess að hafa til þess faglega þekkingu, þá varð skrattinn laus, ekki mátti hreyfa eina þúfu án umhverfismats, mannskepnan var komin aftarlega í röðina, umhverf- issinnar tóku neikvæða afstöðu til alls sem framkvæma átti og stofn- uðu um það samtök, sem mokuðu inn pen- ingum frá fáfróðum félagsmönnum sem sáu allt svart sem gera átt Afleiðingar þessa eru að fávísir um- hverfissinnar standa í vegi fyrir eðlilegum framförum og misvitr- ir ráðamenn elta vit- leysuna, allt vegna at- kvæða sem gætu unnist í næstu kosn- ingum. Þegar verkfræðingar tóku að meta þetta fyrir sig, þá var ekki gert ráð fyrir að pólitískir tindát- ar færu að seilast útfyrir sitt þekkingarsvið, svo sagði mér verkfræðingur sem vinnur við einn stærsta Háskóla Evrópu. Þar liggur feillinn. Í dag er allt stopp, heilabú ráðamanna ræður ekki við svona nokkuð enda hafa þeir ekki til þess þekkingu, og þar við situr. Hvalveiðar sem halda jafnvægi í náttúrunni eins og veiðar annarra dýra gera það líka. Í dag hefur skapast ójafnvægi sem riðlar öllu jafnvægi, afleiðingin er að sumar tegundir eru etnar upp af of- framleiddum friðuðum dýrum, sem óáreitt geta torgað í sig megnið af fiskstofnum landsins, þetta skapar óreiðu í náttúrulegu umhverfi. Þessi dans ráðamanna verður að enda áður en allt er komið í óefni. Ákvarðanir umhverfisráðherra svo og ummæli hans eru eins heimskuleg og hugsast getur, þar fer pabbastelpa fram með offorsi , hún virðist ekki kunna neitt og ekki vita hvað gera skal þess vegna gerir hún tóma vitleysur, enda á ofurlaunum frá okkur skattborgurum og hefur setið á spenanum frá blautu barnsbeini, með fasta áskrift að laununum, svona fólk þurfum við ekki. Við þurfum að setja þjóðfélagið í gír og fara af stað með fram- kvæmdir og gefa fólki smá von. Umhverfisráðherra hefur kannski komið í helli eða torfkofa sem ferðamaður hún þekkir ekki harða lífsbaráttu sem hinn almenni borgari hefur háð. Þau ummæli þessa ráðherra eru umhugs- unarverð, er hennar draumur að allir búi í kofum og hellum, og hún ásamt samráðherrum sínum geti ráðið hverju skrefi sem við hyggj- umst stíga, að framfarir og þróun verði sett aftur til miðalda. Þett er kalt stríð hennar gegn framförum. Mér væri forvitni á að vita hvort hún ferðaðist ekki á Sagaklass í sínum ferðum, með flugvélum sem eru að mestu framleiddar úr áli, eða er það hennar sýn að yf- irstéttin sé sú eina sem getur leyft sér að ferðast. Hún og samstarfs- félagar hennar í núverandi stjórn hafa fundið breiðu bökin, lág- launafólk, öryrkja og aldraða, Jó- hanna þegar hennar tími loksins kom, þá fann hún þessi breiðu og sterku bök, með aðgerðarleysi sínu og vanmætti , eru núverandi ráðamenn eins og skip í hafvillum, og vita ekki hvar þeir eru staddir, og þess vegna eru allar stefnur vitlausar. Alþingi á að afnema verðtrygg- ingu strax, lækka vexti, veiða meiri fisk, afskrifa veðbönd sem eru yfir brunabótamati húsa og hýbýla, binda gjaldmiðil okkar við stöðuga mynt. ESB er tímaskekkja IMF er með úrelt vinnubrögð. Að skríða niðurlútir á hnjánum fyrir framan ESB/IMF , Englendinga og Hol- lendinga er okkur ekki samboðið. Allir útrásarvíkingarnir eru fluttir heim til höfuðstöðva sinna í Eng- landi og skattaskjóla sem tilheyra Englandi, Englendingar og Hol- lendingar geta sótt þá þar og þeirra sviknu fjármuni. Ísland þarf ekki né á að greiða skuldir óreiðumanna, eignarhalds- félög sem bankamenn hafa stofnað rétt fyrir hrun, eignir þeirra sem stjórnenda á að gera upptækar og skuldir á að innheimta með öllum tiltækum ráðum. Umhverfismat ? Eftir Guðjón Jónsson » Þessi dans ráða- manna verður að enda áður en allt er komið í óefni. Guðjón Jónsson Höfundur er fyrrverandi skipstjórnarmaður. BORGARBÚUM gefst nú einstakt tækifæri til að kjósa um hvernig á að verja fjármunum til smærri viðhaldsverkefna og framkvæmda í sínum hverfum. Kosið er á heimasíðu Reykjavík- urborgar, www.reykjavik.is/ kjostu. Í netkosning- unni, sem hófst 2. desember og lýkur mánudaginn 14. desember, geta íbúar ákveðið í hvaða smærri fegrunar- og við- haldsverkefni verður ráðist á veg- um Reykjavíkurborgar á næsta ári. Netkosningin er hluti af fjárhags- áætlunargerð Reykjavíkurborgar og byggist á sameiginlegri ákvörð- un borgarstjórnar. Reykjavíkurborg hefur á und- anförnum árum stigið ýmis skref til að fjölga tækifærum íbúa til þátttöku í ákvörðunum borgaryf- irvalda. Sú ákvörðun borg- arstjórnar að efna til þessa til- raunaverkefnis, er enn einn áfanginn á þeirri vegferð. Margar framkvæmdanna sem hægt er að velja um í netkosningunni eru ábendingar sem komið hafa frá íbúum m.a. í gegnum verkefnið 1,2 og Reykjavík. Íbúasamtök hverf- anna og hverfisráðin komu einnig með tillögur að vali verkefna. Hvað varðar útfærslu og framkvæmd netkosningarinnar hefur Reykja- víkurborg notið liðsinnis og ráð- gjafar frá sérfræðingum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Með netkosningunni er leitast við að koma til móts við óskir borg- arbúa um fegrun nærumhverfis um leið og fetuð er ný leið til að efla íbúalýðræði. Kosningin er bindandi og sá verkefnaflokkur sem hlýtur mest vægi í kosning- unni fer á fjárhags- áætlun fyrir árið 2010 og verður því fram- kvæmdur á árinu. Það hefur verið sam- eiginleg afstaða borg- arstjórnar Reykjavíkur að það sé farsæl lýð- ræðisþróun að íbúar hafi beinni aðkomu að einstaka ákvörðunum borgaryfirvalda. Með þessu tilraunaverkefni nú, þátttöku borg- arbúa og ábendingum sem við fáum um framkvæmd kosninganna öðlumst við dýrmæta reynslu í virkri þátttöku íbúa um leið og í ljós kemur vilji þeirra um for- gangsröðun fjármuna. Ég tel mik- ilvægt að borgarstjórn Reykjavíkur og stjórnmálamenn almennt láti betur reyna á lýðræðislegar vinnu- aðferðir þannig að fólk sem vill taka þátt í að móta samfélagið fái tækifæri til þess að hafa raunveru- leg áhrif. Takist vel til að þessu sinni er það von mín að kosningar af þessu tagi geti orðið árlegur lið- ur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Kosningin er opin öllum íbúum Reykjavíkur frá 16. aldursári. Ég hvet ykkur til að taka þátt í kosn- ingunni á heimasíðunni www.reykjavik.is/kjostu og hafa þannig bein áhrif á nærumhverfi ykkar. Kjóstu verkefni í þínu hverfi Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Hanna Birna Kristjánsdóttir » Sá verkefnaflokkur sem hlýtur mest vægi í kosningunni fer á fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 2010 og verður því framkvæmdur á árinu. Höfundur er borgarstjóri. 25. janúar 2010. WWW.NOMA.NU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.