Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 24
24 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ÞETTA HELST ... ● KRÖFU Fjármálaeftirlitsins í þrotabú Glitnis vegna launa skilanefndarinnar var hafnað. Það sama gildir um kröfu í þrotabú Landsbankans og er því ljóst, að öllu óbreyttu, að að minnsta kosti 220 milljónir króna falli á rík- issjóð vegna starfa skilanefndanna tveggja. Frestur til þess að gera kröfu í þrotabú Kaupþings er ekki enn runn- inn út en samkvæmt svari Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á dögunum, nem- ur kostnaður FME vegna skilanefndar þess banka tæpum 110 milljónum króna. Þetta þýðir að kostnaðurinn sem fellur á ríkissjóð vegna þeirra krafna sem FME gerir í þrotabú bank- anna vegna skilanefndanna gæti num- ið að minnsta kosti 350 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá FME hefur afstöðu slitastjórnanna tveggja til krafnanna verið mótmælt og finnist ekki lausn á ágreiningnum gæti svo farið að málinum yrði vísað til dómstóla. FME fær ekki greitt vegna launa skilanefnda ● SÆNSKA eigna- stýringarfyr- irtækið EQT hefur áhuga á að bjóða í þýska samheita- lyfjafyrirtækið Ratiopharm með Actavis. EQT er eina fjárfestinga- félagið sem eftir er sem mögulegur tilboðsgjafi í Ratiopharm. Fyrstu um- ferð tilboðsferilsins er lokið, en þá var óskað eftir óbindandi tilboðum í félagið. Heimildir Bloomberg herma að auk Actavis og EQT séu lyfjafyr- irtæki eins og Sanofi-Aventis, Teva Pharmaceutical Industries og Sino- pharm Group meðal bjóðenda. EQT með Actavis að bjóða í Ratiopharm ● SKULDABRÉFAVÍSITALA GAMMA lækkaði um 0,08% í gær, en velta var með minna móti, eða 4,2 milljarðar króna. Verðtryggður hluti vísitölunnar lækkaði um 0,14% en sá óverðtryggði hækkaði um 0,08%. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,18% í gær og endaði í 795 stigum. Össur lækkaði um 0,71% og Marel hækkaði um 0,16%. bjarni@mbl.is Tiltölulega lítil velta í kauphöllinni Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is SKÝRSLA IFS-ráðgjafar sýnir að erlendar skuldir Íslands eru líklega hagkerfinu ofviða. Bjartsýni og hæpnar forsendur þarf til að dæmið gangi upp. Segja má að íslenska rík- ið geti vart staðið við Icesave-skuld- bindingarnar og önnur erlend lán án þess að til verulegrar lífskjararýrn- unar komi hér á landi eða þá að heimsmarkaðsverð á áli og fiski hækki verulega og haldist hátt næstu tíu ár. Þetta er niðurstaða skýrslu hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Snorra Jaokobssonar hjá IFS-ráðgjöf. Miðað við núverandi aðstæður þarf afgangur af vöru- og þjónustu- skiptum að aukast verulega til þess að íslenska ríkið geti staðið undir er- lendum skuldbindingum. Eðli máls- ins samkvæmt getur það einungis gerst ef verð áls og sjávarafurða hækkar til frambúðar, magn útflutn- ingsins eykst eða hagstæður vöru- skiptajöfnuður næst með enn frek- ari samdrætti innflutnings. Þróunin það sem af er ári hefur einkennst af hagstæðum vöruskiptajöfnuði í krafti mikils samdráttar í innflutn- ingi. Verður ekki séð hvernig inn- flutningur getur dregist enn frekar saman án verulegrar rýrnunar á lífs- kjörum. Þannig er nefnt í skýrslunni að í raun þurfi innflutningur á bif- reiðum að aukast á næstu árum ef „Íslendingar ætla áfram að nota bif- reiðar sem samgöngutæki“. Samkvæmt greiningu IFS munu heildarskuldir þjóðarbúsins nema 295% af vergri landsframleiðslu í lok ársins og hrein erlend skuldastaða 80%. Út frá þessari forsendu eru sex sviðsmyndir fyrir þróun mála reikn- aðar út í skýrslunni. Sú fyrsta gerir m.a. ráð fyrir óbreyttu gengi krón- unnar, 7% ávöxtum erlends hluta- fjár, að skuldir fyrirtækja beri að meðaltali 4,5% vexti, að vöru- og við- skiptajöfnuður verði 105 milljarðar í ár en vaxi svo um 2% og að hagn- aðarhlutfall útlendinga af honum verði ríflega 10%. Samkvæmt þessum forsendum mun ekki vera nægjanlegur afgang- ur af vöru- og þjónustuskiptum til þess að borga vexti og afborganir af Icesave árið 2016. Til frekari lán- töku ríkisins þarf því að koma til þess að standa straum af þeim. Ef forsendunni um ávöxtun er- lendra eigna er breytt og ráð gert fyrir engri eða lítilli ávöxtun næstu tíu ár þá er niðurstaðan sú að skuld- ir þjóðarbúsins muni aukast jafnt og þétt og staðan versna ár frá ári. Að gefinni þeirri forsendu að raungengi myndi halda áfram að lækka um 2,5% á ári hverju gæti rík- ið ráðið við erlendar vaxtargreiðslur en að sama skapi myndi þróunin rýra kjör almennings mikið og hafa ófyrirséðar afleiðingar á þætti eins og íbúafjölda. Ef raungengi krón- unnar myndi hins vegar styrkjast um það sama myndu að vísu lífs- kjörin batna vegna lægra verðs á innflutningi en á móti kæmi að skuldabyrðin yrði óviðráðanleg. Þetta þýðir að styrking raungengis er nánast ómöguleg við núverandi aðstæður. Skuldabyrðin gæti hins vegar orð- ið sjálfbær miðað við fyrstu forsend- urnar ef allri ávöxtun erlendra verð- bréfa verður skipt í krónur. Eins og fram kemur í skýrslunni er þetta þó nánast óhugsandi þar sem ríkið get- ur varla þvingað fjárfesta og fyr- irtæki til þess að nýta alla ávöxtun verðbréfa og hagnað af erlendum fyrirtækjum til niðurgreiðslu er- lendra skulda. Útreikningar IFS sýna einnig að skuldabyrðin gæti orðið sjálfbær ef verð áls og sjáv- arafurða hækkar fljótlega um 10% mælt í erlendri mynt og hækkunin haldist út næsta áratug. Hafa verð- ur í huga að til að þessi forsenda haldist þarf að nýta allan gjaldeyri sem berst til landsins til að greiða niður erlendar skuldir og ekkert af honum verði nýtt til fjárfestingar í hagkerfinu. Skuldirnar illviðráðanlegar  Ósjálfbær skuldastaða nema allur gjaldeyrir sé nýttur til þess að greiða skuldir  Skuldabyrðin nánast útilokar að raungengi íslensku krónunnar hækki næstu árin Samdráttur á innflutningi í ár eftir flokkum Ekki er hægt að sjá innflutningur geti dregistmeira saman ánþess að hafa veruleg áhrif á lífskjör hér á landi. % 0 -10 -20 -30 -40 -50 -60 -70 -80 jan.-sept. 2008-2009 M at -o g dr yk kj ar vö ru r H rá -o g re ks tr ar vö ru r El ds ne yt i Fj ár fe st in - ga rv ör ur Fó lk sb íla r N ey sl uv ör ur Va ra nl eg ar ne ys lu vö ru r H ál f- va ra nl eg ar ne ys lu vö ru r Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VOGUNARSJÓÐIR í eigu banda- ríska fjármálafyrirtækisins York Capital Management gera samtals um 110 milljarða króna kröfur í þrotabú Glitnis og er fyrirtækið því í hópi allra stærstu kröfuhafa í þrotabúið. York Capital Management var stofnað í Bandaríkjunum árið 1991 og er einnig með skrifstofur í London og Hong Kong. Er fyrirtækið alls með um 1.100 milljarða króna í eignastýr- ingu og eru kröfurnar í þrotabú Glitn- is því umtalsverður hluti eignasafns- ins. Er York meðal nokkurra erlendra vogunarsjóðafyrirtækja sem keypt hafa skuldabréf útgefin af Glitni, lík- lega að stærstum hluta eftir fall bank- ans. Bréfin hafa gengið kaupum og sölum langt undir nafnvirði þeirra, en nokkrir vogunarsjóðir veðja nú á að græða á uppgjöri gamla bankans. Gera má fastlega ráð fyrir því að skjótur gróði sé markmið vogunar- sjóðanna en ekki langtímafjárfesting. Stærsti einstaki kröfuhafinn í þrotabú Glitnis er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management, eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Nema kröfur hans alls um 150 milljörðum króna. Aðrir stórir kröfuhafar í hópi vog- unarsjóða eru bandarísku fyrirtækin Canyon Partners og Third Point. Fjöldi sjóða þessara félaga er einnig í eigu franska félagsins Lyxor Asset Management, dótturfélags bankans Societé Générale. Gerir 110 milljarða kröfur Óttar Sveinsson ,,Óttari Sveinssyni tekst að segja (söguna) á listilegan hátt“ ,,hröð og spennandi, afar vel skrifuð“ Bónus verslanir ALMENNT EFNI Jón Þ. Þór, rithöfundur og sagnfræðingur, DV, 2.12 ,,Allar hafa (Útkallsbækurnar) vakið mikla athygli og notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda ... að mínu mati er þessi hin besta þeirra allra“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.