Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 44
44 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 NÝLEGA var Bjarni Benediktsson spurður í beinni út- sendingu um afstöðu sína til Evrópusam- bandsins og minntur á jákvæð skrif hans um sambandið. Svar- ið var að við værum Evrópubúar og hann vildi efla tengslin við Evrópu líkt og með Schengen. Áður en við gengum í Schengen kom fram í umræðunni að nokkrir Íslendingar væru óæskilegir á Schengensvæðinu. Ég velti fyrir mér hversu margir glæpamenn á Schengensvæðinu fengju óhindr- aðan aðgang inn í landið okkar, ef við gengjum í Schengen? Fyrstu kynni mína af Schengen voru á heimleið frá Frankfurt er ég fékk að dúsa á gangi með lá- marks þjónustu í stað þess að bíða í þægilegri fríhöfn á hæðinni fyrir ofan. Svo nokkrum árum síðar á heimleið frá USA var ég illilega minntur á að við vær- um komin í klúbbinn. Allir farþegar fóru í gegnum ýtarlega skoðun og leit fyrir inngöngu í flugvélina frá Baltimore. Eftir langt flug og svefn- litla nótt tók fjöl- skipað löggæslulið á móti farþegum, sem fóru í samskonar leit og við brottför frá USA. Það hefði verið hægt að skoða passana án þess að gegn- umlýsa aftur allt, sem var gegn- umlýst fyrir flugtak frá USA. Á sama tíma gekk liðið af Schengen svæðinu óhindrað inn í landið án passaskoðunar. Í biðröðinni taldi ég starfsliðið og reiknaði í hug- anum, hvað þessi vitleysa kostaði á sama tíma og fjármagn til al- mennrar löggæslu var þröngt skorið. Mér blöskraði og skrifaði grein um vitlausa hliðið í Mbl. Nú höfum við sannreynt að misjafn sauður leynist í mörgu fé. Í landið er komin skipulögð glæpastarfsemi rekin af alþjóð- legum glæpahringum af Schen- gen-svæðinu. Þjófagengi flykkjast til landsins í hópum líkt og inn- rásarvíkingar í þeim tilgangi ein- um að ræna og rupla. Stór hluti fanga í yfirfullum fangelsum er útlendingar og enn fleiri ganga lausir. Jafnvel eftir að hafa geng- ið í skrokk á löggæslumönnum við skyldustörf og fengið dóma fyrir þjófnað. Í þeim fáu tilfellum, sem hægt er að senda þá til síns heima koma þeir aftur. Hafa jafn- vel komist inn á atvinnuleysis- bótaskrá og þegið bætur. Er þetta hægt Össur? Kona var seld og send til lands- ins í vændisánauð. Það komst upp, af því að hún fór á taugum. Hvað skyldu þær vera margar, sem ekki fóru á tauginni og eru nú ánauðugar ambáttir í landinu okkar? Er það þetta sem við vilj- um Jóhanna? Í mínum huga er aðeins ein lausn. Það er að segja sam- komulaginu upp og færa landa- mæravörslu í sama horf og var fyrir Schengen. Ástæða þess að ég nefni ykkur, Össur og Jó- hönnu, er þið getið framkvæmt þetta. Líklega viljið þið það ekki eða þorið ekki af þeirri einföldu ástæðu að það gæti tafið markmið ykkar um inngöngu okkar í Evr- ópusambandið, hvað sem það kostar. Svo er það hin hliðin á Schen- gen. Dublinar-samkomulagið. Á grundvelli þess sendum við flótta- menn til Grikklands þaðan sem þeir komu. Í því sambandi velti ég fyrir mér, hvort samkomulagið virki ekki í báðar áttir líkt og að fara yfir landamæri innan Schen- gen. Það sem ég á við er, hvort menn óæskilegir á Schengen- svæðinu verði sendir aftur til okkar, hafi þeir komið um Ísland úr vestri inn á svæðið? Þeir gætu jafnvel fundið út að með því að fara þá leiðina fengju þeir öruggt hæli á Íslandi. Fjöldi ólöglegra innflytjenda á Schengen er nú mikið vandamál hjá Grikkjum. Hjá okkur yrði vandamálið marg- falt meira, því við erum aðeins 300.000 og kostnaðurinn því hlut- fallslega mikið meiri en hjá millj- ónaþjóð. Hvað skyldi Brasilíu- maðurinn vera búinn að kosta skattgreiðendur, þegar hann verður sóttur? Össur var líka spurður í beinni útsendingu, hvað við hefðum að gera í Schengen? Það stóð aðeins á svari, sem svo var eitthvað á þá leið að við hefðum komið í veg fyrir mansal með því að stöðva fólk, sem fór um Ísland á föls- uðum skilríkjum. Við gætum væntanlega gert það líka, þó við værum ekki í Schengen. Það má vel vera að við höfum einhvern hag af því að vera í Schengen, þó ég sjái ekkert nema ókosti. Hvernig væri að einhver þeirra Evrópufræðinga, sem í ótal blaðagreinum hafa kynnt kosti þess að ganga í Evrópusambandið lýstu kostum þess að vera í Schengen. Hvað höfum við upp úr því að vera í Schengen? Svar Evrópufræðinga óskast Eftir Sigurð Odds- son » Þjófagengi flykkjast til landsins líkt og innrásarvíkingar í þeim tilgangi einum að ræna og rupla. Í fangelsum er stór hluti fanga útlend- ingar. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. ÉG VAR svo hepp- inn að vera boðið að taka þátt í Þjóðfund- inum sem haldinn var í Laugardalshöll um miðjan nóv- ember. Þar sem ég var líka svo óheppinn að komast ekki á fundinn langar mig að taka þátt í áhuga- verðri umræðu með þessari stuttu grein. Einkum finnst mér áhugavert hvaða gildi þátttakendur á þjóðfundinum töldu mikilvægust. Þar var lögð mest áhersla á heiðarleika, en síðan komu gildi eins og jafnrétti og réttlæti. Mjög eðlilegt er að lögð sé áhersla á þessi gildi nú eftir hrunið, í ljósi þess óheiðarleika sem smám saman er verið að af- hjúpa, ásamt þeirri misskiptingu í þjóðfélaginu sem fjármálabólan hafði í för með sér. Þessi gildi sem þjóðfundurinn lagði einkum áherslu á tengjast sterklega hinni forngrísku höfuðdygð rétt- læti, en ákveðið lágmarksréttlæti er forsenda þess sáttmála sem nútímalýðræðisríki byggjast á. Hinar sígildu höfuðdygðir eru hins vegar fleiri, eða: Viska, hug- rekki og hófsemi. Í svokallaðri jákvæðri sálfræði er síðan bætt við tveimur höf- uðdygðum sem sóttar eru í trúarbrögð og listir, eða: Kær- leika og andríki. Þessar dygðir geta að einhverju leyti togast á, en líta má þannig á að einstakl- ingar eða samfélög séu vel sett siðferðilega ef þessar dygðir og þau gildi sem þeim tengjast eru vel ræktuð og í heppilegu inn- byrðis jafnvægi. Mikið hefur verið rætt opin- berlega hvaða siðferðisbrestir voru einkum áberandi í of- þenslunni sem leiddi til hrunsins. Því hefur einkum verið haldið fram að græðgi og hroki hafi verið áberandi og ýtt ýmsum góðum gildum til hliðar, eins og heiðarleika og jafnrétti. And- stæður græðginnar og hrokans eru gildin nægjusemi og hóg- værð, já jafnvel auðmýkt, sem falla undir hina fornu dygð hóf- semi eða hófstillingu. Athyglisvert er að þessi gildi voru ekki nefnd í niðurstöðum þjóðfundarins. Virð- ing var þó ofarlega á blaði og segja má að virðing feli í sér að við hófstillum fram- göngu okkar og sýn- um í það minnsta kurteisi. Hófsemi hefur verið nefnd „dygð dygðanna“ og má í því sambandi vísa í málsháttinn: „Allt er best í hófi“, sem má útleggja: Allt er verra í óhófi. Samkvæmt þessari hugsun er ekkert gott einangrað í sjálfu sér, aðeins hófstillt í við- eigandi samhengi. Gott dæmi er áburður sem gerir grasið og tún- in fallega græn, en getur líka sviðið grasið sé of mikið borið á. Meira að segja sjálfur kærleik- urinn getur orðið óþægilegur og kæfandi, sé honum ausið út í óhófi. Sama má segja um hið sí- gilda og mikilvæga gildi heið- arleika sem réttilega var hampað á þjóðfundinum. Óhóflegur heið- arleiki, útblásinn af réttlætis- kennd án náungakærleika, getur leitt til niðurbrjótandi dómhörku. Yfirdrifin hreinskilni getur líka verið særandi. Komum aftur að nægjuseminni, andstæðu græðg- innar. Kannski er skiljanlegt að nægjusemi var ekki hampað á þjóðfundinum, því nægjusemi þegnanna felur í sér ógn fyrir „neyslusamfélagið“, sem knúið er áfram af vöntunartilfinningu kaupenda á markaði, sem aldrei fá nóg og langar að kaupa sífellt meira. Ef þessi skortur á nægju- semi fær hins vegar að ráða ferð- inni getur það leitt til þess að við myndum ganga of nærri ýmsum náttúrugæðum og einnig heilsu okkar sjálfra. Mikilvægt er því að við leggjum rækt við hófsemi ekki síður en önnur grunngildi. Á þjóðfundinum var reyndar rætt um sjálfbært þjóðfélag, sem felur í sér hófstillingu í nýtingu náttúruauðlinda. Stærilæti Ís- lendinga var áberandi í útrásinni. Bankamenn okkar voru sagðir öðrum fremri og jafnvel var talað um „tæra snilld“ þegar „Ice- save“-reikningarnir voru opnaðir, en nú súpum við illilega seyðið af þeim ólánsreikningum. Oft er stutt á milli stærilætis og minni- máttarkenndar, sem gjarnan birtist sem oflátungsháttur út á við. Kotrosknir kotbændur töldu sig hér áður fyrr komna af Nor- egskonungum og það jafnvel í beinan karllegg. Kannski vorum við á útrásartímanum sem þjóð eins og lítið barn sem langar að vera stærra en það er og lyftir höndum til að aðrir horfi á það og dáist að því hvað það sé orðið stórt. Forsetafrúin endurspeglaði sálarástand þjóðarinnar vel rétt fyrir hrunið, þegar karlalands- liðið í handbolta vann silfur á Ól- ympíuleikunum og hún hrópaði yfir sig hrifin: „Ísland er stórasta land í heimi!“ Nú stöndum við frammi fyrir afleiðingu oflætisins og hrokans: Hruninu og fylgifiskum þess. Raunar fær oflátungurinn aldrei dulist og verður til athlægis fyrr eða síðar. Ég tel að við höfum í raun meira erindi við umheiminn ef við horfumst í augu við smæð okkar sem lítil þjóð í stórum heimi, í stað þess að reyna að sigra heiminn eins og stórveldi. Hófstilling og hógværð af þessu tagi þarf ekki að vera dragbítur á framfarir. Þvert já móti er því þannig farið að ef við hófstillum krafta okkar og hugsanir, þá verða áform okkar yfirvegaðri, markvissari og raunhæfari. Við náum þá betri árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þá nálgumst við vonandi hið marg- umtalaða jafnvægi í þjóðar- búskapnum og lendum síður í óhóflegum uppsveiflum í efna- hagslífinu, með tilheyrandi koll- steypum og jafnvel hruni. Þá náum við að lifa betra og far- sælla lífi í heilbrigðara þjóð- félagi. Dygð dygðanna – Viðbrögð við þjóðfundinum Eftir Benedikt Jóhannsson » Andstæður græðg- innar og hrokans eru gildin nægjusemi og hógværð, já jafnvel auð- mýkt, sem falla undir hina fornu dygð hófsemi eða hófstillingu. Benedikt Jóhannsson Höfundur er sálfræðingur. FULLYRT hefur verið ítrekað að innan Evrópusambandsins yrði Ísland áfram full- valda ríki. Enginn rökstuðningur hefur þó fylgt þeim stað- hæfingum. Í bezta falli hefur verið spurt hverjum detti í hug að ríki eins og Dan- mörk, Svíþjóð og Þýzkaland, sem þegar eru innan sambandsins, séu ekki fullvalda? Evrópusambandið sé nefnilega aðeins „samstarfsvett- vangur fullvalda ríkja“. Skemmst er þó frá því að segja að þetta er því miður alrangt. Ríki Evrópusambandsins, sem þann 1. desember sl. varð að sambandsríki með gildistöku Stjórnarskrár sam- bandsins (svokallaðs Lissabon- sáttmála), eru einfaldlega ekki fullvalda. Til þess hafa þau fram- selt of mikið af fullveldi sínu til stofnana Evrópusambandsins sem flestar eru sjálfstæðar gagnvart ríkjum þess. Ef ríki sambandsins væru í raun og veru fullvalda væru þessar stofnanir svo gott sem valdalausar. Það eru þær þó alls ekki heldur hafa þær gríð- arleg og vaxandi völd yfir ríkj- unum. En staða ríkja Evrópusam- bandsríkisins, eins og réttara er að kalla sambandið nú, er þó gjör- ólík að þessu leyti. Innan Evrópu- sambandsríkisins gildir sú meg- inregla að vægi ríkja þess, og þar með möguleikar þeirra til þess að hafa áhrif, fer eftir því hversu fjölmenn þau eru. Því fámennari sem þau eru, því minna vægi hafa þau. Ef Ísland yrði hluti þessa nýja sambandsríkis yrði það fá- mennsta ríkið innan þess. Sem lýsandi dæmi um þetta mætti nefna að á þingi Evrópu- sambandsríkisins fengi Ísland að há- marki sex fulltrúa en Þýzkaland hefur um 90. Á þinginu sitja í dag rúmlega 750 þingmenn. Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til þess að sjá hversu lítið vægi íslenzku fulltrúarnir hefðu þar á bæ. Það yrði einfaldlega lítið sem ekkert og mögu- leikarnir á áhrifum eftir því. Ekki bætir síðan úr skák sú þróun innan Evrópusambandsrík- isins að afnema neitunarvald ein- stakra ríkja þess á sífellt fleiri sviðum. Það hefur eðli málsins samkvæmt komið minni ríkjum sérstaklega illa. Í dag þarf aðeins meirihluta, og í bezta falli aukinn meirihluta, þar sem áður var kra- fizt einróma samþykkis. Á fallegu máli heitir þetta að „einfalda ákvörðunartöku“. Umræðan um Evrópumálin snýst einfaldlega í grunninn um það hverjir eigi að stjórna Íslandi. Við Íslendingar, þá annað hvort með beinum hætti eða í gegnum kjörna fulltrúa okkar, eða stjórn- málamenn kosnir af öðrum til þess að gæta hagsmuna annarra en okkar og embættismenn sem eng- inn hefur kosið og búa því ekki við nokkuð lýðræðislegt aðhald? Að- ilar sem við Íslendingar hefðum nákvæmlega ekkert yfir að segja. Það má svo sannarlega margt betur fara í því lýðræðisfyr- irkomulagi sem við búum við hér á landi, m.a. sem snýr að því að tryggja almennum kjósendum meiri aðkomu að ákvarðanatöku. En það er eins ljóst að ef Ísland gerðist hluti Evrópusambandsrík- isins yrði það risastórt, og að öll- um líkindum óafturkræft, skref í ranga átt. Það þýddi einfaldlega endalok íslenzks lýðræðis og full- veldis. Áfram Ísland – ekkert ESB! Fullvalda í ESB? Eftir Hjört J. Guðmundsson Hjörtur J. Guðmundsson »Umræðan um Evr- ópumálin snýst ein- faldlega í grunninn um það hverjir eigi að stjórna Íslandi? Höfundur er sagnfræðinemi og situr í stjórn Heimssýnar. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.