Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 60
60 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19.) Það er með ólíkindum hvað sum-um er í nöp við þá rúmlega 15.000 Íslendinga sem hafa raðast í póstnúmeri 101 Reykjavík. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri en jafnþreytandi fyrir því. Víkverja var nóg boðið þegar hann rakst á tvö, frekar slæm, dæmi um þetta sama daginn. Fyrra dæmið var í aðsendri grein sem birtist nýlega í Morgunblaðinu eftir Írisi Róbertsdóttur, grunn- skólakennara og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins. Íris benti á að mikilvægi sjávarútvegs færi vax- andi og bætti svo við: „Fólki í hinni talandi og skrifandi stétt í 101 Reykjavík – sem heldur kannski að gjaldeyrisöflun felist helst í því að lesa bókarhandrit og prófarkir fyrir hvort annað – finnst þetta ábyggi- lega hallærislegt og jafnvel svolítið subbulegt, en svona er það nú samt.“ Hvað er atarna? Víkverji bjó þar til fyrir skemmstu í pósthverfi 101 og hann er bæði talandi og skrif- andi þannig að þetta hlýtur að hafa átt við hann. Samt hefur Víkverja aldrei dottið svona vitleysa í hug. x x x Seinna dæmið var í hádegis-fréttum RÚV. Þá höfðu borist fréttir af því að að ríkisstjórnin vill afnema sjómannaafsláttinn. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, brást harkalega við og færði ágæt rök fyrir máli sínu. En svo sagði hann að ekki kæmi til greina að afnema afsláttinn „af því að einhverjum þingmönnum í 101 Reykjavík datt í hug að gera það eina nóttina“. Sævar nefndi engan þingmann með nafni en hann veit mætavel að fjármálaráðherrann er þingmaður Norðausturkjördæmis. x x x Í þessum tilvikum, og ótalmörgumfleirum, hafa íbúar í 101 Reykja- vík verið gerðir að fulltrúum ein- hverrar óskilgreindrar stéttar eða hóps sem er algjörlega óvíst að þeir eigi nokkra samleið með. Víkverji biður fólk, sérstaklega þá sem hafa verið valdir til trúnaðarstarfa, að láta af þessum þreytandi og ófyndna ávana. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 dauðsjúkur, 8 benda, 9 tölustaf, 10 drykk, 11 búa til, 13 líf- færa, 15 kenna, 18 óbif- anlega, 21 blása, 22 kind, 23 hæð, 24 yf- irburðamanns. Lóðrétt | 2 svipað, 3 af- henda, 4 ástundunin, 5 einn af Ásum, 6 óns, 7 verma, 12 smávaxinn maður, 14 fiskur, 15 gamall, 16 hyggja, 17 lausagrjót, 18 detti, 19 al, 20 keyrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 smali, 4 Flóra, 7 aðild, 8 romsa, 9 inn, 11 arni, 13 Frón, 14 látir, 15 stál, 17 úlpa, 20 hal, 22 orkar, 23 eimur, 24 sunds, 25 tærir. Lóðrétt: snapa, 2 arinn, 3 ildi, 4 forn, 5 ólmur, 6 afann, 10 nýtna, 12 ill, 13 frú, 15 spons, 16 álkan, 18 lemur, 19 aurar, 20 hrós, 21 lekt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú mátt vænta þess að einhver sýni þér áhuga, vertu á varðbergi því oft er flagð undir fögru skinni. Ein- hver reynir á þolrifin í þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Kannski að þú finnir nýjar leiðir til þess að vinna þér inn peninga í dag. Taktu í taumana áður en í óefni fer í uppeldinu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Taktu í útrétta hönd þeirra sem vilja aðstoða þig. Einhver þér ná- inn fer yfir strikið í stjórnsemi sinni. Haltu ró þinni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ástin tekur völdin á næstunni. Hvernig væri að bjóða ástinni þinni út að borða í hádeginu? Farðu varlega í umferðinni þó mikið liggi á. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Einhver hefur lofað upp í ermina á sér og það bitnar á þér. Stattu fast á þínu, það á eftir að borga sig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ættir að setjast niður með þínum nánustu og fara í gegnum þau plön sem þið hafið um framtíðina. Trúin flytur fjöll. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur lagt mjög hart að þér að undanförnu og átt því alveg skilið að sinna sjálfum þér í dag. Sættu þig við þau takmörk sem þér eru sett. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert undir miklu álagi og þarft nauðsynlega að draga úr því, því annars áttu á hættu að það komi fram í líkamlegum kvillum. Þú stend- ur með pálmann í höndunum í vissu verkefni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Einhver sem hefur legið á peningum sínum eins og ormur á gulli reynir á þolrifin í þér. Teldu upp að tíu áður en þú segir skoðun þína. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu ekkert hnika þér af leið heldur haltu þínu striki hvað sem á dynur. Ekki vera hrædd/ur við að krefjast réttar þíns. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Nú er tímabært að hefjast handa við jólaundirbúninginn. Leyfðu þér að njóta dagsins í faðmi fjölskyld- unnar þó einhver maldi í móinn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ekki láta aðra segja þér fyrir verkum. Þú mátt samt alveg slaka á taumnum. Vinur segir þér fréttir sem hafa munu mikil áhrif á þig. Stjörnuspá 12. desember 1948 Snjóflóð féll á bæinn Goðdal í Strandasýslu. Sex manns fór- ust. Húsbóndanum var bjarg- að úr flóðinu eftir fjóra sólar- hringa. 12. desember 1987 Hótel Ísland var tekið í notkun þegar Blaðamannafélag Ís- lands hélt 90 ára afmælis- fagnað. Þetta var þá sagður stærsti skemmtistaður lands- ins. 12. desember 1998 Örn Arnarson varð Evr- ópumeistari í 200 metra bak- sundi á móti í Sheffield á Eng- landi og setti Íslandsmet, synti á 1 mínútu og 55,16 sek- úndum. „Það gekk allt upp,“ sagði Örn í viðtali við DV. Ár- in 1999 og 2000 endurtók hann leikinn. 12. desember 2003 Háhyrningurinn Keiko drapst úr lungnabólgu í Taknesbugt í Noregi, en þar hafði hann dvalið í rúmt ár eftir að hafa synt frá Vestmannaeyjum. Keiko var grafinn í landi. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Sigrún Sím- onardóttir frá Borgarnesi, Blöndubakka 9, Reykjavík er sjö- tug í dag, 12. des- ember. Hún bjó alla tíð í Borgar- nesi, þar til fyrir fimm árum. Sig- rún starfaði lengst af sem trygg- inga- og innheimtufulltrúi hjá sýslumannsembættinu, auk þess tók hún þátt í félagsmálum og var m.a. forseti bæjarstjórnar og sat í stjórn Grundartangahafnar. Sigrún fagnar deginum með fjölskyldunni. 70 ára UNG dama fylgist með mannlífinu í miðborginni sæl og örugg í faðmi mömmu sinnar. Veðrið var ekki upp á sitt besta í gær þó að það væri hlýtt. Nú eru eflaust flestir til í að fá snjó, sem þó er vart í kortunum. Örugg í faðmi mömmu Morgunblaðið/Golli Reykjavík Pétur fæddist 18. ágúst kl. 15.37. Hann vó 4.180 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Ásta Kristín Reyn- isdóttir og Rúnar Frið- riksson. Akranes Ólafur fæddist 2. október kl. 15.55. Hann vó 4.525 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Ásdís Þórhallsdóttir og Ólafur Ólafsson. Reykjavík Sigrún Vala fæddist 22. september kl. 19.56. Hún vó 3.280 g og var 50 cm löng. Móðir hennar er Valgerður Guð- mundsdóttir. Sudoku Frumstig 8 4 9 4 5 7 3 8 3 6 1 7 9 1 3 7 9 1 5 4 5 3 6 7 9 9 1 7 8 2 9 5 9 6 8 1 6 4 8 2 7 5 4 9 5 2 8 5 7 1 8 3 5 4 6 2 1 3 2 7 6 3 9 7 1 8 7 9 4 8 5 3 2 5 3 9 4 2 6 1 7 8 5 8 5 7 9 4 3 6 2 1 6 2 1 7 5 8 9 4 3 2 7 6 1 9 5 8 3 4 9 3 5 4 8 6 1 7 2 4 1 8 3 2 7 5 9 6 7 6 3 8 1 2 4 5 9 5 4 2 6 7 9 3 1 8 1 8 9 5 3 4 2 6 7 4 8 2 7 5 9 1 3 6 3 5 6 2 8 1 9 7 4 1 7 9 6 3 4 8 2 5 2 9 1 4 6 3 5 8 7 7 6 8 5 9 2 3 4 1 5 3 4 8 1 7 2 6 9 6 2 3 9 7 5 4 1 8 8 1 5 3 4 6 7 9 2 9 4 7 1 2 8 6 5 3 7 2 6 8 1 3 9 4 5 3 1 9 7 5 4 2 8 6 4 5 8 2 9 6 3 1 7 5 9 1 4 2 8 6 7 3 8 7 3 1 6 9 5 2 4 6 4 2 3 7 5 1 9 8 9 8 4 6 3 2 7 5 1 2 3 7 5 4 1 8 6 9 1 6 5 9 8 7 4 3 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 12. desember, 346. dagur ársins 2009 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. d4 cxd4 3. c3 d3 4. Bxd3 Rc6 5. c4 g6 6. Rf3 Bg7 7. Rc3 d6 8. h3 Rf6 9. O-O O-O 10. Be3 Rd7 11. Hc1 b6 12. Dd2 He8 13. Bb1 Bb7 14. Hfd1 Rde5 15. Rxe5 Rxe5 16. b3 Hc8 17. Rb5 a6 18. Rc3 Rd7 19. f3 Dc7 20. Bd3 Db8 21. Bf1 Bc6 22. De2 Ba8 23. Rd5 Rc5 24. Df2 Bxd5 25. cxd5 b5 26. Bxc5 dxc5 27. Hxc5 Hxc5 28. Dxc5 Hc8 29. Dxe7 Df4 30. Dd7 De3+ 31. Kh1 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Belgrad í Serbíu. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2454) hafði svart gegn heimamanninum Slavko Jovic (1931). 31… Hc1! þótt hvítur sé tveim peðum yfir þá er staða hans töpuð. 32. De8+ Bf8 33. Hxc1 Dxc1 34. Kg1 Kg7 35. De5+ f6 36. Db8 Bc5+ 37. Kh2 Bd4! 38. Db7+ Kh6 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Bramley í banastuði. Norður ♠Á9842 ♥Á9 ♦ÁK9 ♣K97 Vestur Austur ♠1065 ♠DG7 ♥K1083 ♥652 ♦1074 ♦DG62 ♣Á64 ♣D103 Suður ♠K3 ♥DG74 ♦853 ♣G852 Suður spilar 3G. Haustleikum Bandaríkjamanna í San Diego lauk fyrir skömmu. Helst dró til tíðinda að Nickell-sveitin vann Reisinger, en Björn Fallenius og Bart Barmley unnu hina virðulegu tvímenn- ingskeppni um Bláa borðann. Bramley beitti ósvífnu bragði í spili dagsins. Út- spilið var hjarta og nía blinds átti fyrsta slaginn. Hvað gerði Bramley? Hann hugsaði sem svo að spaðinn gæti beðið og húrraði út ♣K! Bramley er geðprýðismaður og ekki líklegur til gerræðis. Vestur var því grunlaus um hina raunverulegu stöðu og dúkkaði. Bramley beit þá höfuðið af skömminni með því að spila laufi áfram á gosann og aftur dúkkaði vörnin. Þriðja lauf- slaginn fengu austur og vestur sameig- inlega á ás og drottningu. Nú var spilið öruggt og tíu slagir runnu upp úr því að spaðinn féll. Nýirborgarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.