Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 49

Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 49
Minningar 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ✝ ÞórarinnBjörnsson, fyrrum bóndi í Sandfellshaga 1, fæddist í Skógum í Öxarfirði, 24. sept- ember 1933. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga, þriðjudag- inn 1. desember sl. Foreldrar hans voru Björn Björns- son bóndi og hreppstjóri í Skóg- um, f. á Héðins- höfða á Tjörnesi 16. febrúar 1912, d. 21. mars 1980, í Sandfellshaga og Margrét Guðmundsdóttir, hús- freyja og ljósmóðir, f. í Skoruvík á Langanesi, 3. október 1907, d. 20. september 1989, á Húsavík. Systkini Þórarins eru Sigurður, f. 25. maí 1936, í Skógum, búsettur í febrúar 1959, búsett á Suðureyri, maki Sigurður Oddsson, dætur hennar eru Erna, hennar synir eru Brynjar Freyr og Bergþór Logi, Hrafnhildur Ýr, Þórdís Ösp og Aníta Þula. 3) Ólöf, f. 8. apríl 1960, búsett á Kópaskeri, börn hennar eru Björn, Erla og Unnar. 4) Björn Hólm, f. 20. mars 1961, búsettur á Akureyri, maki Erna Þórunn Einisdóttir, börn þeirra eru Hafþór og Íris. 5) Anna Jó- hanna, f. 17. júní 1962, búsett í Reykjavík, maki Ólafur Sævar Gunnarsson, börn þeirra eru Ásta Halldóra, Þórarinn, Magnús Birkir og Þórdís Erla. 6) Sigþór, f. 29. maí 1964, búsettur í Sand- fellshaga, synir hans eru Örvar og Ívar. 7) Rúnar, f. 17. apríl 1966, búsettur í Sandfellshaga. Einnig var Erna Stefánsdóttir dótturdóttir þeirra alin upp hjá þeim hjónum. Útför hans verður gerð frá Skinnastaðarkirkju í dag, laug- ardaginn 12. desember 2009 og hefst athöfnin kl. 14. Grindavík og Ólöf, f. 11. desember 1946, í Skógum, bú- sett í Keflavík. Þór- arinn kvæntist 29. ágúst 1959 Erlu Dýrfjörð, f. 19. mars 1939 á Siglu- firði. Foreldrar hennar eru Hólm Dýrfjörð, f. 21. febrúar 1914 á Fremri-Bakka í Langadal, búsettur í Reykjavík og Sig- urrós Sigmunds- dóttir, f. 22. ágúst 1915 á Hofsósi, d. 23. febrúar 1999. Þórarinn og Erla eignuðust sjö börn: 1) Sig- urrós, f. 18. maí 1957, búsett á Húsavík, maki Friðbjörn Þórð- arson, börn þeirra eru Sigurrós, hennar börn eru Alexander og Tinna og Þórður. 2) Margrét, f. 6. Kveðja frá eiginkonu Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Heima er hægt að þreyja, hvíld þar sál mín fær. Þar mun þægt að deyja, þýðum vinum nær. Ljúft er þar að ljúka lífisins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. Ó, þú sveitasæla, sorgarlækning bezt, værðarvist indæla, veikum lækning mest, lát mig lúðan stríðum, loks er ævin dvín, felast friðarblíðum faðmi guðs og þín. (Steingrímur Thorsteinsson.) Erla Dýrfjörð. Heiðanes skaga á hendur tvær, háfjöll í suðrinu rísa. Norðrið er opið; þar Ægir hlær, auðugur, djúpur, og sandana slær. Gráblikur yzt fyrir landi lýsa, líkast sem bjarmi á ísa. Svona lýsir Einar Benediktsson umhverfinu við bæinn Skóga í Öxar- firði, þar varst þú faðir minn fæddur og uppalinn. Tryggð hélstu við æskustaðinn alla tíð, fegurri og betri stað gastu ekki hugsað þér. Í Sand- fellshaga undir þú hag þínum vel og rakst þar myndarbú, góður faðir og velferð fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Í búskap voru verkefnin ótæmandi en þú gafst þér tíma til að líta upp í dagsins önn, kærkomnar stundir voru þegar sest var niður á garða- bandið eða setið lengur við eldhús- borðið. Þá voru rifjaðar upp æsku- minningar frá Skógum eða eitthvað markvert og skemmtilegt úr heima- héraði. Störf þín báru þess merki að vera unnin af samviskusemi, hver hlutur var á sínum stað. Vinnubrögð öll vönduð hvort sem það var að gefa á garðann, moka taðhúsin eða slá túnin, vel var farið með alla hey- hirðingu. Gaman var að raka með þér dreif og fengum við þá iðulega að heyra frásögn af heyskaparhátt- um fyrri daga. Þú hélst því við að slá með orfi og ljá lengi vel og fannst barnabörnunum gaman að horfa á þig við þá iðju. Þú varst góður fjár- bóndi og hirtir vel um ærnar þínar. Smalahunda áttir þú góða um ævina og stjórnaðir þeim af miklu öryggi og ákveðni, báru þeir jafnan mikla virðingu fyrir þér. Fjárglöggur og þekking þín á fjármörkum mikil. Ærnar þínar þekktir þú allar með nafni og ærbækurnar eru listaskrif. Eftir að við börnin fórum að heiman hélstu áfram að hlúa að okkur, voru engin jól án heimareykta hangi- kjötsins frá þér og lengi vel sástu mér fyrir rjúpu. Silung veiddir þú og hantéraðir af mikilli natni og reykt- ir. Seinni árin varst þú iðinn við ber- jatínslu og undir þér vel í brekkum og lautum undir fjallinu þínu í Sand- fellshaga og áttum við góðar stundir í berjamó árin þegar ég bjó á Húsa- vík. Vorið 2008 kom ég í sauðburð og naut samvista við þig. Kom það í okkar hlut að vaka saman seinni hluta nætur, fyrir mig var þetta góð- ur og skemmtilegur tími. Mér hlotn- aðist sú gæfa að fá góðan tíma með þér í lokin og er þakklát fyrir það. Elsku pabbi, minningin um góðan og hjartahlýjan mann lifir. Ég þakka þér fyrir samfylgdina og kveð þig með söknuði. Elsku mamma, systk- ini mín og börnin okkar, guð styrki okkur í sorginni. Ljúft er að dreyma, dreyma, dreyma um vorið heima um lyngið og lækjarniðinn lognið og næturfriðinn. Ljúft er að dreyma, dreyma, dreyma um fjöllin heima, um sólheita sumardaga og söngfuglaklið í haga. Um æskunnar unaðsheima alltaf er ljúft að dreyma, um ilmandi grænar grundir og gleðinnar unaðsstundir. Þá minninga svipir sveima úr sveitinni minni heima, er ofar en allt í minni elskuleg vinakynni. (Ólöf Jónsdóttir frá Litlu-Ávík.) Hvíldu í friði. Þín dóttir Anna Jóhanna. Meira: mbl.is/minningar Elsku tengdapabbi, nú skiljast leiðir um sinn. Minningarnar leita á hugann og þær eru margar eftir nær þrjátíu ára kynni. Sauðburður, hey- skapur, silungsveiðar, eggjaleit og margt annað, þar sem þú varst stjórnandi og leiðsögumaður. Það eru stundir sem mér er ljúft að rifja upp og gleðja þær nú dapran hug. Mér eru líka ofarlega í huga ánægjulegar samverustundir í sum- ar, bæði á Kópaskeri og í Sandfells- haga, þar sem stór hópur afkomenda þinna og Erlu var samankominn til að fagna með ykkur 50 ára brúð- kaupsafmælinu. Það var líka yndis- legt að eyða með ykkur hjónum verslunarmannahelginni síðustu þegar þið komuð í heimsókn til okk- ar í sumarbústaðinn í Aðaldalnum þar sem margt var sér til gamans gert. En skjótt skipast veður í lofti, enginn ræður för. Ég þakka þér samfylgdina, elsku tengdapabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Erla mín, Guð gefi þér styrk í sorginni. Erna Þórunn. Elsku afi. Fyrir tíu árum talaðir þú fyrst við mig um dauðann. Þú sagðir mér að þú ættir ekki langt eftir og þú full- vissaðir mig um að það væri allt í lagi. Síðan þá hefurðu barist við hvert meinið á eftir öðru, og ég hef alltaf furðað mig á því hversu sterk- ur þú varst í raun og veru. Þraut- seigjan, dugnaðurinn og kannski þrjóskan, var óbilandi. Ég hef í gegnum tíðina haft þau forréttindi að fá að koma í sveitina til þín og ömmu og dvöl mín þar hef- ur kennt mér margt sem ekki er hægt að kenna í skólum. Ég lærði að vinna, lærði að tengjast náttúrunni og dýrunum. Þetta eru hlutir sem þið kennduð mér og munu fylgja mér alla ævi og ég er ykkur þakklát fyrir það. Ég get með sanni sagt að ef ég hefði aldrei kynnst þér þá væri ég allt önnur manneskja en ég er í dag og ég myndi ekki skipta neinu út fyrir samvistir mínar með þér. Þegar ég var lítil varstu afi minn sem faðmaðir mig fast að þér og hlæjandi rispaðir mig í framan með skeggbroddunum og gafst mér smjör að borða eintómt. Ég er líka ennþá að bíða eftir að fótboltinn sem þú sparkaðir upp í himininn komi aftur niður. Á unglingsárunum eyddi ég mikl- um tíma með þér, lærdómsríkum tíma. Vatnsfötuvorið ’99 mun seint gleymast. Ég veit að ég er ekki ein um það að þykja svo ofurvænt um stundirnar sem maður sat með þér í rólegheitum, annað hvort í kaffi- skúrnum eða á garðabandinu og þú sagðir sögur úr fortíðinni, frá Skóg- um sem þú elskaðir svo heitt. Þegar þú eltist og ég stækkaði sjálf, var eins og við skildum hvort annað bet- ur, og ég fann hvað þú varst mér góður vinur, ég gat alltaf talað við þig um allt og þú hafðir alltaf réttu svörin við hverslags áhyggjum sem ég hafði, því þú sást alltaf það góða í öllu og virtist geta tæklað öll vand- mál með rólyndi, skynsemi og aldrei var langt húmorinn til að gera lífið skemmtilegra. Það mikilvægasta sem þú kenndir mér er að vera mannleg og njóta lífsins og því mun ég aldrei gleyma. Elsku afi minn, þú ert kominn á betri stað núna, ég get ímyndað mér að þú og Hringur séuð saman komn- ir einhversstaðar að smala fé. Ég sakna þín og mun hafa minninguna um þig í hjarta mér sem veganesti út í lífið. Erla. Elsku afi minn, þá er dvöl þinni hér á jörð lokið og óhætt að segja að þú hafir skilað þínu. Það var stingandi sárt þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir farinn. Yfir mig helltust minn- ingarnar, og ekki síður þakklæti. Þakklæti sem ég hef reyndar alla tíð borið í brjósti. Ég var nefnilega svo lánsamur að eyða hluta uppvaxtar- áranna í sveitinni hjá þér og ömmu, fékk að vera vinnumaður um árabil hjá þér þegar ég dvaldist í sveitinni. Það var aldeilis spennandi og skemmtilegt, oft erfitt en fyrst og fremst afar lærdómsríkt. Hjá þér voru nefnilega dyggðir eins og vinnusemi, dugnaður, samvisku- semi, harka, ákveðni og stundvísi í hávegum hafðar og komst maður ekki hjá því að tileinka sér þær að einhverju leyti. Án þess að ætla að dæma hvernig til tókst þá mun ég seint meta til fulls þann tíma sem ég átti með þér í sveitinni. Þú reyndist mér mikill áhrifavaldur og átt þú ekki síst heiður af því að hafa inn- rætt mér mörg góð gildi sem hafa reynst mér dýrmæt á lífsleiðinni. Fyrir það er ég þakklátur. Og skemmtilegur varstu líka. Kunnir ófáar sögurnar af hinum ýmsu atburðum og fólki og þegar þú sagðir frá sat maður og hlustaði. Oft spjölluðum við um heima og geima, hvort sem við vorum að dunda í fjár- húsunum eða á rölti út á túni. Og svo gastu stundum verið stríðinn. En förum ekkert mikið nánar út í það, en hvaða barn sem komið hefur í heimsókn í Sandfellshaga kannast ekki við „skeggbroddaknúsið“ þitt? Minningarnar eru ótal margar. Ég mun ætíð geyma þær og held áfram að rifja þær upp hvort heldur sem er með sjálfum mér eða í hópi góðs fólks. Og sú síðasta var núna í haust þegar ég kom í heimsókn í sveitina. Það reyndist kveðjustund- in, þó ég hafi komið og heimsótt þig þegar þú varst kominn á sjúkrahúsið í Reykjavík. Þú, pabbi og ég ákváðum að fara niður á reka og þú ætlaðir að athuga hvort þú fyndir efni í staura. Við keyrðum í gegnum hlaðið á Skógum, alveg niður að sjó og fórum svo vestur rekann og með- fram bökkum Jökulsárinnar til baka. Á meðan sagðir þú okkur pabba sögur af atburðum, fólki og stöðum sem tengdust svæðinu sem við fórum um. Stoppuðum hér og þar á leiðinni, m.a. á Ytri-Bakka, og skoðuðum okkur um. Þetta var virkilega gam- an. Og eins og þú sagðir sjálfur þá er þessi leið víða torfær og ekki fyrir ókunnuga að fara þarna um. Ég sat við stýrið og þú leiðbeindir mér, sagðir mér hvar og hvernig best væri að komast. Án þín hefði ég ekki komist langt. Það var mjög vel við hæfi að okkar hinsta stund hafi verið á þessum nótum. Takk fyrir samfylgdina og hvíl í friði, elsku afi minn. Þórður. Elsku afi. Þó það sé mjög sárt að þú hafir farið svo fljótt, þá er ég líka glöð að þú sért núna vonandi á betri stað og að þér líði vel. Ég mun alltaf minn- ast þín, í öllu sem ég á eftir að taka mér fyrir hendur og hugsa hvað þú myndir gera í stöðunni. Þú varst svo duglegur, sterkur og ég hélt að ekk- ert gæti sigrað þig. Stundirnar sem við áttum saman voru svo margar og góðar. Ég á eftir að sakna þess að einhver nuddi skegginu upp við kinnar mínar bara til að stríða mér. Þegar þú fórst með einhvern leik- þátt sem þú varst að leika í í gamla daga: „Æ, Þórdís mín, viltu ekki lána mér staðinn“. Ég á eftir að sakna þess þegar þú hringdir og sagðir alltaf það sama með stríðn- isröddu: „Hæ, þekkirðu mig?“ Og auðvitað þekkti ég þig alltaf. Allir þessir litlu hlutir sem þú gerðir gáfu svo stórt og mun ég geyma þá alla tíð. En mest á ég eftir að sakna þess að hafa þig ekki hjá mér þegar ég kem í sveitina, það breytist svo margt ef þú ert ekki á staðnum, til dæmis þó þú hafir verið uppi að halla þér þá vantaði þig alltaf samt. En það er eitt ljóð sem hefur mjög stóra merkingu fyrir mig um þig sem við sungum svo oft saman: Út um græna grundu, gakktu hjörðin mín, yndi vorsins undu eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng leikið lömb í kringum, lítinn smaladreng. (Steingrímur Thorsteinsson.) Ég veit að þú munt alltaf gæta mín og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér . Þakka þér fyrir allan þann kærleika og ást sem þú gafst mér. Þitt barnabarn, Þórdís Erla. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Í huga okkar stendur þú á Háu- brekkunni, við hliðina á Land Ro- vernum, hóar svo undir tekur í fjall- inu þínu og kallar „Hringur! Það er eftir!“ Hvíl í friði, elsku afi. Erna, Brynjar Freyr og Bergþór Logi. Elsku afi og langafi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sigurrós og Alexander. Elsku langafi minn, ég samdi texta handa þér; Nú ertu kominn á betri stað, þú kvalinn varst svo allir vildu það. Þú vannst krabbann í fyrsta sinn, svo kom hann aftur til að hefna sín. Ó, nú ertu kominn á betri stað, þú kvalinn varst svo allir vildu það. Þú ert alltaf inni í hjarta mínu, þó ég sé kannski ekki inni í þínu. Ó ég sakna þín, en þú getur alltaf komið til mín. Ó nú ertu kominn á betri stað, þú kvalinn varst svo allir vildu það. Ég stend hér út á sviði, Hvíldu nú í friði. Elsku afi minn þú ert alltaf inni í hjarta mér. Tinna Hauksdóttir. Þórarinn Björnsson HINSTA KVEÐJA Sorgin og söknuðurinn er mikill. Mín huggun er sú að þér líður betur núna. Englunum hjá Guði hefur fjölgað um einn. Leiðir skilja vini alla, Tárin strítt þá streyma og falla. En þitt ljós mun ávallt skína, Minning þín mun aldrei dvína. (Elísabet M.) Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín, Íris.  Fleiri minningargreinar um Þór- arin Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.