Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 26
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LEIÐTOGAR Evrópusambandsins hvöttu í gær Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), til að íhuga að leggja hnattrænan skatt á alþjóðlegar fjármagnsfærslur, svonefndan Tobin-skatt. Yrði þannig hægt að nota hagnað fjármálafyr- irtækjanna á uppsveiflutímum til að endur- greiða almennum skattgreiðendum þær miklu fjárhæðir sem stjórnvöld víða um heim hafa varið í að bjarga bönkum og öðrum fjármála- fyrirtækjum í kreppunni. Bandaríkjamenn eru andvígir hugmyndinni, að sögn Financial Tim- es. Að sögn Guardian er ætlunin að fjármagna aukna aðstoð við fátæk ríki vegna afleiðinga loftslagsbreytinga með umræddum skatti. Yf- irlýsing leiðtoganna er fremur varlega orðuð en athyglisvert þykir að öflugustu ríki ESB, Þýskaland, Frakkland og Bretland skyldu ná fullri samstöðu um málið. Í yfirlýsingunni er bent á ýmsar leiðir sem AGS gæti notað til að skattleggja fjármála- viðskiptin, t.d. mætti leggja skatt á trygginga- gjöld. Lögð er áhersla á mikilvægi efnahags- legra og félagslegra tengsla fjármálastofnana við þjóðfélögin sem þær þjóna og að tryggt verði að almenningur í löndunum njóti þess þegar vel árar í fjármálalífinu og sé vel varinn fyrir hættu. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Tim Geithner, er andvígur tillögunni og yfirmaður AGS, Dominque Strauss-Kahn, hefur sagt að mjög erfitt og „í reynd útilokað“ yrði að fram- kvæma hana. Hnattrænn fjármálaskattur? ESB vill fjármagna aðstoð við fátæk ríki vegna hlýnunar með Tobin-skatti 26 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 FLÓÐSVÍN fá sér volgt bað í Saitama-náttúrulífsgarðínum norðan við Tókýó. Flóðsvín eru suður-amerísk dýrategund og yfirleitt nefnd þar capybara. Þau eru stærstu nagdýr jarðar, geta vegið um 50 kílógrömm og eru sérhæfð í vatnalífi. Flóðsvín eru náskyld naggrísum og lifa á vatnaplöntum, aldinum og trjásprotum. Reuters MINNIR KANNSKI Á HEIMAHAGANA BRESKIR vísindamenn hafa greint gen sem virðist ákvarða kyn kvenmúsa. Ef ferlið reynist eins hjá mönnum gæti uppgötv- unin gert það mun auðveldara en nú er að breyta kyni karla og kvenna, segir í Times. Slökkt var á virkni gensins í fullorðnum kvenmúsum og fóru þá eggjastokkar þeirra að breyt- ast í eistu. Genið sem slökkt var á er ekki á svonefndum kynlitningi heldur litningi sem er í bæði karl- og kvenmúsum. Svo virðist sem umrætt gen, FOXL2, sé eins og á vegasalti gagnvart öðru geni, SOX9, sé annað virkt slökknar á hinu og öfugt. kjon@mbl.is Gen sem ákvarðar kynið Uppgötvun gæti gert kynskipti auðveld BENEDIKT 16. páfi seg- ir að sig hrylli við þeim upplýsingum sem lagðar hafa verið fram um fram- ferði írskra presta en þeir misþyrmdu áratugum saman börnum kynferð- islega og háttsettir yf- irmenn klerkanna hylmdu yfir með þeim. Páfagarður sendi í gær frá sér yf- irlýsingu um málið eftir að páfi hafði átt fund með tveim írskum kirkjuleiðtogum, Sean Brady kardínála og Diarmuid Martin, erkibiskup í Dublin. „Hinn heilagi faðir deilir tilfinningum reiði, svika og smánar með svo mörgu trúuðu fólki á Írlandi og biður með þeim á þessum erfiða tíma í lífi kirkjunnar,“ segir í yfirlýsingu Páfagarðs. Þar segir að páfi harmi mjög að sumir klerkanna á Írlandi hafi svikið hátíðleg loforð gagnvart Guði og einnig fyrirgert því trausti sem fórn- arlömbin og fjölskyldur þeirra og sam- félagið báru til þeirra. Hann heitir því að farið verði í saumana á því hvernig menn komust upp með afbrotin og gerðar ráðstaf- anir til að hindra að þetta á ný. Misþyrmdi 100 börnum Skýrsla Yvonne Murphy dómara um brot prestanna var birt í síðastliðnum mánuði en hún byggist á þriggja ára rannsókn á mál- inu. Einn presturinn viðurkenndi að hafa misþyrmt kynferðislega yfir 100 börnum. Annar sagðist hafa framið slík brot tvisvar í mánuði á um 25 ára tímabili. kjon@mbl.is Benedikt páfi fordæmir afbrot presta Írskir klerkar misþyrmdu börnum Benedikt 16. páfi Gagnrýna tilboð ESB  ESB gefur fátækum ríkjum 7,2 millj- arða evra til að fást við loftslagsvandann  Þróunarríki og alþjóðlegar hjálpar- stofnanir segja fjárhæðina allt of lága RÍKI Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um að bjóða alls 7,2 milljarða evra á næstu þremur árum sem lagðar verði í alþjóðlegan sjóð sem á að nota til að hjálpa fátækum þróunarlöndum að takast á við afleið- ingar loftslagsbreytinga. Kom þetta fram á leiðtogafundi sambandsins í Brussel í gær. En talsmenn þróun- arríkja og nokkurra alþjóðlegra hjálparstofnana eru ósáttir og segja aðstoðina allt of litla. Fulltrúi samtak- anna Oxfam, Tim Gore, efast einnig um að í raun sé verið að auka aðstoð- ina. „Leiðtogar ESB buðu í dag í Brussel aðeins lítil peningaframlög. Verst af öllu er að þetta er ekki einu sínni nýtt fé - þetta er gert með því að endurvinna gömul loforð og greiðslur sem þegar hafa verið reiddar fram,“ sagði hann. Talsmenn annara hjálp- arstofnana tóku undir þessar ásak- anir Gores. Yvo de Boer, framkvæmdastjóri Rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, fagnaði hins vegar ákvörðun ESB-ríkjanna og sagði hana vera „geysimikla hvatningu“ til þeirra sem sitja nú loftslagsráðstefnu SÞ í Kaupmanna- höfn. Enn er hart deilt á ráðstefnunni og nokkrir ríkjahópar með ólíka hags- muni takast þar á um leiðir til að sporna við losun koldíoxíðs. Í drögum að samkomulagi er reifað að mark- miðið eigi að vera að tryggja að með- alhiti á jörðinni hækki ekki um meira en 1,5-2 gráður á Celsius fram að næstu aldamótum. Loftslagsnefnd SÞ, IPCC, segir að til þess að ná þessu markmiði verði að minnka mjög hratt losun koldíoxíðs sem sé aðalorsök svonefndra gróður- húsaáhrifa er gætu valdið hlýnun. En ljóst er að kostnaðurinn af snöggum umskiptum yrði gríðarmikill. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að minnka losun um 30% fyrir árið 2020. En talsmenn iðn- rekenda í aðildarrríkjunum 27 vilja nú fara hægar í sakirnar. Þeir vilja miða við töluna 20% og segja að ella verði evrópsk iðnfyrirtæki ekki sam- keppnisfær á alþjóðamörkuðum. kjon@mbl.is Í HNOTSKURN »Dönsku gestgjafarnirreyna að sjá til þess að kol- díoxíðlosun sé sem minnst vegna ráðstefnunnar. »Ráðstefnuna sækja um15.000 manns, auk frétta- manna. »Gestgjafarnir segja að ekkiverði nein aukalosun, kol- efnisjafnað verði í Bangladesh. »Danir reisa þar 20 nýtísku tígulsteinaverksmiðjur sem leysa af hólmi gamlar og meng- andi smiðjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.