Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 45
Umræðan 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 STUÐNINGS- MENN nýlenduveld- anna Bretlands og Hollands hafa viljað gera sem minnst úr ábyrgð þeirra á starf- semi íslensku bank- anna í þessum lönd- um. Þetta er algerlega fráleitt við- horf því að ábyrgð ný- lenduveldanna er sannanlega mikil og raunar afgerandi. Engin banka- rekstur, nema bankinn hafi höf- uðstöðvar innan Evrópusam- bandsins (ESB), er leyfilegur innan Evrópska efnahagssvæð- isins (EES), án sérstakrar heim- ildar gistilandsins. Mig grunar raunar að misskiln- ingur kunni að ráða fram- angreindu viðhorfi fremur en beinlínis hollusta við nýlenduveld- in. Menn gefa sér að öll ríki á Evr- ópska efnahagssvæðinu séu jafn rétthá, en það er aldeilis ekki. Innan Evrópusambandsins gildir allsherjarleyfi til bankastarfsemi, en innan EES gilda ströng ákvæði um heimildir frá gistiríkjum. Þessum tveimur reglum er bland- að kænlega saman í tilskipunum frá ESB og ekki að undra að sum- ir hafa talað um mis- vísandi reglur. Eins og menn eru farnir að kannast við, þá fjallar Tilskipun 94/19/EB um inn- lánatryggingakerfi á Evrópska efnahags- svæðinu (EES) og var í gildi til 30. júní 2009, þegar Tilskipun 2009/14/EB tók við. Í þessari tilskipun er einnig fjallað um aðra mikilvæga þætti í bankastarfsemi efna- hagssvæðisins. Þar á meðal kemur fram sá mismunur sem er á ESB- ríkjunum og ríkjum utan þess, þótt öll séu á Evrópska efnahags- svæðinu. Skoðum fyrst ákvæði um Evrópusambandið: „Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu (ESB), og lögbær yfirvöld í heima- ríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. Þetta skipulag leyfir að eitt tryggingakerfi nái yfir öll útibú lánastofnunar innan bandalagsins (ESB)“. Ég vek enn athygli á að fram- angreint ákvæði varðar Evrópu- sambandið (ESB). Um banka sem hafa höfuðstöðvar utan þess, eins og til dæmis á Íslandi, gilda allt aðrar reglur. Um banka frá þess- um ríkjum er fjallað síðar í Til- skipun 94/19/EB: „Tilskipanir um rekstrarleyfi lánastofnana með höfuðstöðvar ut- an bandalagsins (ESB), einkum fyrsta tilskipun ráðsins (77/780/ EBE) frá 12. desember 1977 um samræmingu á lögum og stjórn- sýslufyrirmælum um stofnun og rekstur lánastofnana, gefa aðild- arríkjum kost á að ákveða hvort og með hvaða skilmálum útibú slíkra lánastofnana fái leyfi til reksturs á yfirráðasvæði þeirra.“ „Þessi útibú njóta ekki annarrar málsgreinar 59. gr. ESB- sáttmálans um frjáls þjónustu- viðskipti og ekki heldur ákvæða um athafnafrelsi í öðrum aðild- arríkjum en þar sem þau hafa staðfestu.“ „Aðildarríki sem veitir slíkum útibúum rekstrarleyfi á því að geta ákveðið með hvaða hætti ákvæði þessarar tilskipunar taka til hlutaðeigandi útibúa í samræmi við 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/ 780/EBE, með vernd innstæðueig- enda og heilbrigði fjármálakerf- isins í huga.“ Þarna kemur skýrt fram að gistilönd ráða algerlega því sem þau vilja ráða um starfsemi bankaútibúa, þeirra banka sem hafa höfuðstöðvar utan ESB. Jafnvel 59. grein sáttmála Evr- ópusambandsins um frjáls þjón- ustuviðskipti er vikið til hliðar og einnig ákvæðum um athafnafrelsi. Allt tal um að Bretland og Hol- land hafi staðið hjá sem óábyrgir áhorfendur að stofnun Icesave- reikninga og annarri starfsemi Ís- lensku bankanna er því algerlega rangt. Til upplýsingar, set ég hér inn það ákvæði úr Tilskipun 77/ 780/EBE, sem vísað er til í Til- skipun 94/19/EB: „Tilskipun 77/780/EBE – Grein 9 – málsgrein 1: Aðildarríki skulu ekki gera kröfur til lánastofnana með höfuðstöðvar utan Evrópu- sambandsins, hvorki þegar þær hefja starfsemi né síðar, sem valda mildari meðhöndlun en þær lánastofnanir njóta sem hafa höf- uðstöðvar innan Evrópusam- bandsins.“ Þannig er tryggt að ekki verði farið mildari höndum um útibú þeirra banka, sem hafa höf- uðstöðvar utan ESB, en þeirra sem innan þess eru. Þetta kemur auðvitað ekki til sögunnar nema bankinn hafi yfirleitt fengið rekstrarleyfi í gistiríki á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Í sam- þykktum þeim sem ESB fyr- irskipar aðildarríkjum EES að lögleiða með Tilskipun 94/19/EB, er eftirfarandi ákvæði: „6. gr. 1: Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höf- uðstöðvar utan bandalagsins (ESB), séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun. Ef svo er ekki geta aðildarríkin ákveðið að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höf- uðstöðvar utan bandalagsins (ESB), tengist starfandi inn- lánatryggingakerfi á yfirráða- svæði þeirra, sbr. þó 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 77/780/EBE.“ Þarna er Bretlandi og Hollandi beinlínis fyrirskipað að sjá fyrir fullnægjandi tryggingum á Ice- save-reikningunum. Ef trygging- arnar voru ekki fullnægjandi, samkvæmt Tilskipun 94/19/EB, bar Bretlandi og Hollandi skylda til að útibú Landsbankans tengd- ist innistæðutryggingakerfum í þessum löndum. Ég vek athygli á að hvergi er tilsvarandi skylda lögð á heimaland bankanna. Ég fæ ekki betur séð, en öll ábyrgð á Icesave-reikningunum sé á herð- um nýlenduveldanna Bretlands og Hollands! Er ekki kominn tími til að Íslendingar geri kröfu, til að þessi nýlenduveldi axli sína ábyrgð? Nýlenduveldin bera alla ábyrgð á Icesave-reikningunum Eftir Loft Altice Þorsteinsson »Engin bankarekstur, nema bankinn hafi höfuðstöðvar innan Evr- ópusambandsins, er leyfilegur innan EES, án sérstakrar heimildar gistilandsins. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. Arion banki býður nú viðskiptavinum með erlend og innlend íbúðalán lausnir sem lækka höfuðstól lána og létta greiðslubyrði. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Skoðaðu hvaða leið gæti hentað þér á arionbanki.is. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 40 9 12 /0 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.